Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:30 Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður. Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður.
Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira