Telur sig ekki hafa farið illa með Anitu Hill Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 23:35 Joe Biden tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann þykir einna sigurstranglegastur meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42