Telur sig ekki hafa farið illa með Anitu Hill Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 23:35 Joe Biden tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann þykir einna sigurstranglegastur meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42