Sviðsljóssfíklar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2019 07:45 Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar