Meirihluti andsnúinn því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2019 10:37 Trump hefur lýst Mueller-skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir sig. Meirihluti landsmanna telur hann hins vegar hafa logið um efni rannsóknarinnar. Vísir/EPA Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira