Misræmi í fjárhagsáætlun þriðjungs sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:23 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís. Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís.
Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira