Það var boðið upp á Íslendingaslag í danska handboltanum í dag þegar Ólafur Gústafsson og félagar í Kolding tóku á móti Rúnari Kárasyni, Gunnari Steini Jónssyni og félögum í Ribe Esbjerg.
Gestirnir voru töluvert sterkari aðilinn og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 13-15. Fór að lokum svo að þeir unnu öruggan fimm marka sigur, 24-29.
Rúnar fór mikinn og var með átta mörk í níu skotum. Gunnar Steinn bætti tveimur mörkum við auk þess að leggja upp þrjú mörk.

