Íslenski boltinn

Sjáðu markaregnið úr fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjarnan fagnar marki Hilmars Árna.
Stjarnan fagnar marki Hilmars Árna. vísir/
Pepsi Max-deild karla hófst í gærkvöldi er Valur og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í stórkostlegum leik.

Áfram hélt veislan í dag en fimm leikir fóru fram í dag. Nýliðar Skagamanna unnu KA 3-1 en hinir nýliðarnir í HK töpuðu 2-0 fyrir FH.

Í Eyjum sóttu Fylkismenn þrjú stig en þeir unnu 3-0 sigur á heimamönnum. Í Grindavík vann silfurliðið frá því í fyrra, Breiðablik, 2-0 sigur á Grindavík.

Síðasti leikur dagsins var svo í Garðabænum þar sem Stjarnan og KR gerðu 1-1 jafntefli í stórleik umferðarinnar.

Öll mörkin úr umferðinni má sjá hér að neðan.

Valur - Víkingur 3-3: ÍBV - Fylkir 0-3: Grindavík - Breiðablik 0-2: ÍA - KA 3-1: FH - HK 2-0: Stjarnan - KR 1-1:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×