Ærumeiðingar verði ekki lengur refsiverðar Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 09:05 Fangelsisrefsingar liggja við ærumeiðingum í núgildandi hegningarlögum. Því vill dómsmálaráðherra breyta. Vísir/Vilhelm Refsingar vegna ærumeiðinga verða afnumdar og úrræði vegna þeirra verða færð í sérstök lög á sviði einkaréttar verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu yrði einnig felld úr gildi sérstök vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, þjóðhöfðingjar þeirra og fáni hafa notið. Frumvarp dómsmálaráðherra um bætur vegna ærumeiðinga var lagt fram á Alþingi á föstudag. Hljóti það brautargengi á þingi verða ákvæði um ærumeiðingar fjarlægðar úr almennum hegningarlögum. Þannig muni fangelsisrefsingar ekki lengur liggja við þeim og verður aðeins hægt að krefjast miskabóta í einkaréttarmálum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ákvæði núverandi hegningarlaga um ærumeiðingar samræmist illa tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpinu sé þannig ætlað að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Verð frumvarpið að lögum verða ummæli meðal annars undanþegin bótaábyrgð ef um er að ræða gildisdóm, ef sýnt hefur verið fram á að þau hafi verið sönn eða ef þau eru talin réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. Ekki verður lengur saknæmt að breiða út ærumeiðandi ummæli annarra. Þá verða felld úr lögum ákvæði um ómerkingu ummæla og heimild til að dæma fjárhæðir til að standa straum af kostnaði við birtingu á dómi í meiðyrðamáli. Ekki verður heldur lengur kveðið á um sérstaka vernd æru forseta eða erlendra ríkja, þjóðhöfðingja þeirra og fána. Fyrirningartími krafna vegna ærumeiðinga verður styttur í eitt ár með frumvarpinu. Beinist ærumeiðing að látnum einstaklingi fær eftirlifandi maki, börn og foreldrar þess látna heimild til að krefjast miskabóta. Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Refsingar vegna ærumeiðinga verða afnumdar og úrræði vegna þeirra verða færð í sérstök lög á sviði einkaréttar verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu yrði einnig felld úr gildi sérstök vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, þjóðhöfðingjar þeirra og fáni hafa notið. Frumvarp dómsmálaráðherra um bætur vegna ærumeiðinga var lagt fram á Alþingi á föstudag. Hljóti það brautargengi á þingi verða ákvæði um ærumeiðingar fjarlægðar úr almennum hegningarlögum. Þannig muni fangelsisrefsingar ekki lengur liggja við þeim og verður aðeins hægt að krefjast miskabóta í einkaréttarmálum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ákvæði núverandi hegningarlaga um ærumeiðingar samræmist illa tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpinu sé þannig ætlað að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Verð frumvarpið að lögum verða ummæli meðal annars undanþegin bótaábyrgð ef um er að ræða gildisdóm, ef sýnt hefur verið fram á að þau hafi verið sönn eða ef þau eru talin réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. Ekki verður lengur saknæmt að breiða út ærumeiðandi ummæli annarra. Þá verða felld úr lögum ákvæði um ómerkingu ummæla og heimild til að dæma fjárhæðir til að standa straum af kostnaði við birtingu á dómi í meiðyrðamáli. Ekki verður heldur lengur kveðið á um sérstaka vernd æru forseta eða erlendra ríkja, þjóðhöfðingja þeirra og fána. Fyrirningartími krafna vegna ærumeiðinga verður styttur í eitt ár með frumvarpinu. Beinist ærumeiðing að látnum einstaklingi fær eftirlifandi maki, börn og foreldrar þess látna heimild til að krefjast miskabóta.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira