Reiknað með að forstjóri Boeing verði „grillaður“ á aðalfundi félagsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2019 21:30 Dennis Muilenburg er forstjóri Boeing. Vísir/Getty Aðalfundir Boeing hafa ekki verið sérstaklega fréttnæmir undanfarin ár en búist er við að breyting verði á því á morgun er aðalfundur félagsins verður haldinn í Chicago. Búist er við að fjárfestar og fréttamenn muni fjölmenna á fundinn og krefja Dennis Muilenburg, forstjóra Boeing, um svör og skýringar við því hvernig félagið hafi brugðist við flugbanni 737 MAX-véla Boeing og tveggja mannskæðra flugslysa þar sem MAX-vélar hröpuðu til jarðar. Boeing hefur mátt þola talsverða gagnrýni vegna kerfis sem hannað var fyrir hinar nýju MAX-vélar og var ætlað að koma í veg fyrir ofris. Svo virðist sem að kerfið og skynjarar tengdir því hafi spilað þátt í flugslysunum mannskæðu. Í frétt Bloomberg segir að Muilenburg meigi eiga von á því að verða „grillaður“ af fjárfestum og fréttamönnum á aðalfundinum, en forstjórinn mun einnig halda sinn fyrsta blaðamannafund sinn frá því að flugbannið var sett á. Helgin hefur ekki verið góð fyrir Boeing fréttalega séð en CNN greindi frá því í gær að minnst fjórir starfsmenn fyrirtækisins hafi hringt í sérstaka uppljóstraralínu bandarískra flugmálayfirvalda þar sem hver sem er getur sent inn ábendingar um flugöryggi. Komu símtölin daginn eftir að vél Ethiopian Airlines hrapaði þann 10. mar síðastliðinn. Lýstu starfsmennirnir yfir áhyggjum af hönnun MCAS-kerfisins svokallaða og skynjara tengdum því.Þá greindi Wall Street Journal frá því í dag að Boeing hafi ekki látið Southwest Airlines, einn stærsta og mikilvægasta viðskiptavin Boeing, vita að ákveðinn öryggisbúnaður hafi verið aftengdur í hinum nýju 737 MAX vél. Eftir að MAX-vél Lion Air hrapaði á síðasta ári óskaði Southwest eftir því að öryggisbúnaðurinn yrði tengdur á ný. Boeing vinnur nú að því að endurhanna búnað og stjórnkerfi MAX-vélanna til þess að lagfæra það sem virðist hafa farið úrskeiðis í flugslysunum tveimur. Flugsérfræðingur Bloomberg segist ekki hafa trú á öðru en að Boeing muni takast að lagfæra vandamálið, aðalslagurinn verði að endurheimta jákvætt orðspor Boeing og trú almennings á flugvélum fyrirtækisins. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Aðalfundir Boeing hafa ekki verið sérstaklega fréttnæmir undanfarin ár en búist er við að breyting verði á því á morgun er aðalfundur félagsins verður haldinn í Chicago. Búist er við að fjárfestar og fréttamenn muni fjölmenna á fundinn og krefja Dennis Muilenburg, forstjóra Boeing, um svör og skýringar við því hvernig félagið hafi brugðist við flugbanni 737 MAX-véla Boeing og tveggja mannskæðra flugslysa þar sem MAX-vélar hröpuðu til jarðar. Boeing hefur mátt þola talsverða gagnrýni vegna kerfis sem hannað var fyrir hinar nýju MAX-vélar og var ætlað að koma í veg fyrir ofris. Svo virðist sem að kerfið og skynjarar tengdir því hafi spilað þátt í flugslysunum mannskæðu. Í frétt Bloomberg segir að Muilenburg meigi eiga von á því að verða „grillaður“ af fjárfestum og fréttamönnum á aðalfundinum, en forstjórinn mun einnig halda sinn fyrsta blaðamannafund sinn frá því að flugbannið var sett á. Helgin hefur ekki verið góð fyrir Boeing fréttalega séð en CNN greindi frá því í gær að minnst fjórir starfsmenn fyrirtækisins hafi hringt í sérstaka uppljóstraralínu bandarískra flugmálayfirvalda þar sem hver sem er getur sent inn ábendingar um flugöryggi. Komu símtölin daginn eftir að vél Ethiopian Airlines hrapaði þann 10. mar síðastliðinn. Lýstu starfsmennirnir yfir áhyggjum af hönnun MCAS-kerfisins svokallaða og skynjara tengdum því.Þá greindi Wall Street Journal frá því í dag að Boeing hafi ekki látið Southwest Airlines, einn stærsta og mikilvægasta viðskiptavin Boeing, vita að ákveðinn öryggisbúnaður hafi verið aftengdur í hinum nýju 737 MAX vél. Eftir að MAX-vél Lion Air hrapaði á síðasta ári óskaði Southwest eftir því að öryggisbúnaðurinn yrði tengdur á ný. Boeing vinnur nú að því að endurhanna búnað og stjórnkerfi MAX-vélanna til þess að lagfæra það sem virðist hafa farið úrskeiðis í flugslysunum tveimur. Flugsérfræðingur Bloomberg segist ekki hafa trú á öðru en að Boeing muni takast að lagfæra vandamálið, aðalslagurinn verði að endurheimta jákvætt orðspor Boeing og trú almennings á flugvélum fyrirtækisins.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44
Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18
American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37
Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30