Upp brekkuna Haraldur Ingi Haraldsson og Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 29. apríl 2019 08:00 Það eru breyttar aðstæður í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi og aukinni hlutdeild almennings í þeim mikla auði sem skapaður er í landinu okkar. Nýafstaðin samningalota er til vitnis um það bæði um þann mikilvæga árangur sem náðist en líka um það hversu stutt var komist og hversu mikil barátta er framundan. Það er engin mótsögn í því fólgin að fagna sigri eftir síðustu kjarasamninga en viðurkenna jafnframt að miklu lengra þarf að komast og að gæta verður vandlega að því að þau loforð sem voru gefin verði efnd. Það er bara kalt stöðumat. Ef við ætlum að breyta á þann hátt að vandamál séu leist í stað þess að lappa uppá brotin kerfi eða færa plástra á milli sára er grundvallaratriði að viðurkenna hver vandinn er í raun og horfast í augu við hann. Það kann að vera sársaukafullt en það er eina leiðin Gamalt máltæki segir „Að ljúga að öðrum er leiður vani en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani“ Skoðum mjög mikilvægan málaflokk í þessu ljósi. Skipulag húsnæðismála hefur skapað mikinn og langvarandi vanda fyrir þjóðina . Vonir okkar og þrár virðast eiga lítið sameiginlegt með þeim veruleika sem við blasir og birtist í níðþungum byrgðum sem lagðar eru á herðar kaupenda sem leigjenda húsnæðis. Og fólki dreymir einfaldlega um húsnæðisöryggi og að skuldaklafinn sé einhvern tímann að baki. Um þetta virðast stjórnmálin snúast að miklu leiti og um að auðvelda fólki að komast af hræðilegum leigumarkaði yfir í skuldsett íbúðarkaup. Spurningin hlýtur því að vera þessi; Skila skuldsett kaup á húsnæði einhverri eignamyndun í núverandi lánakerfi yfir hinn langa lánstíma? Húseigandi eða lánaþjónn? Langflestir þeirra sem gera kaupsamning við lánastofnanir semja um skuldsett kaup á húsnæði. Það er að segja þau taka 80% kaupverðs að láni og stór hluti þeirra þarf svo að beita öllum mögulegum ráðum til að verða sér út um meira lánsfé. Og hvernig lítur svo umhverfið út sem lántakandi hefur til að eignast það sem hann hefur fest kaup á? Vextir eru fjallháir. Verðtryggingin sér til þess að allar verðbreytingar eru færðar á ógnarhraða yfir á reikning lántakandans. Laun eru ekki verðtryggð og óhagstæð víxl þróun á lánstímanum getur orðið lántakandanum þung í skauti. Vísitalan sem verðtryggingin byggir á er hlutdræg og dregur taum lánveitanda. Og síðan er stærsti áhættuþátturinn sem hvergi er reiknað með þegar upplýsingar eru gefnar um fasteignaviðskipti, reglubundnar efnahagslægðir eða kreppur þar sem verðbólgan fer á flug og skellur á fullum þunga á lántakandann. Hér missir fjöldi fólks húsnæði sitt og aðrir tapa eignarhluta sínum eða lenda í neikvæðri eignastöðu. Auðveldlega má reikna með fjórum til sex slíkum lægðum á 40 ára tímabili. Samverkun þessara þátta býr til gríðarlega hagstætt umhverfi fyrir fjármagnseigandann sem fær tækifæri á nánast áhættulausri langtíma fjárfestingu með mikilli ávöxtum á meðan skuldarinn tekur ofboðslega áhættu. Þegar eignastaða Íslendinga er skoðuð kemur í ljós að um 50% þjóðarinnar hefur neikvæða eignastöðu og um 30% eiga afar litla hreina eign. Þessar upplýsingar gefa augljóslega til kynna að eignamyndun í húsnæði er sáralítil þegar kemur að stærstum hluta þjóðarinnar. Verðtryggingin hefur nú verið við lýði í 40 ár og meðaltalslengd verðtryggðra lána er einhverstaðar á milli fimm til níu ár. Það meðaltal ætti að vera hærra ef um verulega eignamyndun er að ræða í þessu kerfi. Full ástæða væri til að gera sérstaka rannsókn á stöðu skuldsettra íbúðakaupa og hvernig staða lántakenda er og raunverulegir möguleikar þeirra eru til að eignast það sem þeir eru að bisa við að kaupa. Að ofan sögðu virðist svarið við spurningunni liggja ljóst fyrir. Við núverandi kerfi verður engin eignamyndun við skuldsett kaup á húsnæði. Heiðarlegra væri að lýsa sambandi lánveitanda og lánþega sem skuldþjónasambandi sem varir til eilífðar eða þar til skuldarinn stendur ekki lengur í skilum. Það er sárt að horfast í augu við aðstæður eins og þessar ekki síst fyrir þær sakir að alstaðar er hamrað á því að húsnæðiskaupendur séu komnir í örugga höfn, en því miður þá er það bara ekki sannleikanum samkvæmt ef kaupandinn hefur ekki þeim mun meira fé á milli handanna. Í afstöðnum samningunum tókst að koma baráttunni gegn þessu kerfi á dagskrá. Boltinn er vissulega hjá stjórnvöldum en með áframhaldandi baráttu verður þrýst á um efndir og markmiðið til framtíðar er skýrt, húsnæðiskerfi sem stenst fyllilega samanburð við nágrannalönd okkar eða er betra. Nytsamur leigumarkaður? Hversu slæmur þarf leigumarkaðurinn að vera til þess að skuldsett húsnæðiskaup virki eins og aðgöngumiði að paradís? Svarið við þeirri spurningu er líklegast: „Nákvæmlega eins og hann er núna.“ Það blasir við og er ólýðandi að markaðskerfið hefur brugðist við að svara þeirri sáru þörf sem skapaðist eftir hrun. Þess vegna þarf stórátak við byggingu íbúða á leigumarkað með annarskonar kerfum að leiðarljósi og það átak þarf að vara þar til að þesskonar íbúðir hafa náð uppfylla þarfir umtalsverðs hluta af húsnæðismarkaðinum. Verkalýðshreyfingin er að vinna að hagsmunamálum þessa hóps og vill rótækar breytingar á leigumarkaðsmálum. En við þurfum samhenta baráttu um allt samfélag til að flýta þeim markmiðum sem framast er unnt og það er ánægjulegt að finna fyrir þeim hljómgrunni sem þessar einföldu réttlætiskröfur eiga. Kerfið er brotið og skerðir lífskjör. Ekki bara okkar sem búum hér heldur gleymist það oft í umræðunni að það á stóran þátt í því að unga fólkið okkar og þær þúsundir sem flúðu lífskjörin eftir hrun eða hafa menntað sig erlendis líta ekki lengur á Ísland sem raunhæfan valkost til framtíðar búsetu. Skuldsett húsnæðiskaup skapa enga eignamyndun yfir hinn langa lánstíma og leigumarkaðurinn er skelfilegur fyrir fólk með lágar- og millitekjur. Er þetta samsæriskenning? Nei. Þetta er öðru fremur lýsing á því hvað gerist þegar hagsmunir fjármagnseigenda og stórfyrirtækja eru ávallt í forgrunni. Það er stór meirihluti þjóðarinnar sem líður fyrir þetta kerfi og þar sem við lifum í lýðræðisþjóðfélagi er það mun eðlilegra að kerfið taki mið að hagsmunum þeirra. Hagsmunum neytenda. Og þangað skal stefnt; upp brekkuna. Haraldur Ingi Haraldsson, fulltrúi í Framkvæmdastjórn Samtaka leigjenda á Íslandi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það eru breyttar aðstæður í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi og aukinni hlutdeild almennings í þeim mikla auði sem skapaður er í landinu okkar. Nýafstaðin samningalota er til vitnis um það bæði um þann mikilvæga árangur sem náðist en líka um það hversu stutt var komist og hversu mikil barátta er framundan. Það er engin mótsögn í því fólgin að fagna sigri eftir síðustu kjarasamninga en viðurkenna jafnframt að miklu lengra þarf að komast og að gæta verður vandlega að því að þau loforð sem voru gefin verði efnd. Það er bara kalt stöðumat. Ef við ætlum að breyta á þann hátt að vandamál séu leist í stað þess að lappa uppá brotin kerfi eða færa plástra á milli sára er grundvallaratriði að viðurkenna hver vandinn er í raun og horfast í augu við hann. Það kann að vera sársaukafullt en það er eina leiðin Gamalt máltæki segir „Að ljúga að öðrum er leiður vani en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani“ Skoðum mjög mikilvægan málaflokk í þessu ljósi. Skipulag húsnæðismála hefur skapað mikinn og langvarandi vanda fyrir þjóðina . Vonir okkar og þrár virðast eiga lítið sameiginlegt með þeim veruleika sem við blasir og birtist í níðþungum byrgðum sem lagðar eru á herðar kaupenda sem leigjenda húsnæðis. Og fólki dreymir einfaldlega um húsnæðisöryggi og að skuldaklafinn sé einhvern tímann að baki. Um þetta virðast stjórnmálin snúast að miklu leiti og um að auðvelda fólki að komast af hræðilegum leigumarkaði yfir í skuldsett íbúðarkaup. Spurningin hlýtur því að vera þessi; Skila skuldsett kaup á húsnæði einhverri eignamyndun í núverandi lánakerfi yfir hinn langa lánstíma? Húseigandi eða lánaþjónn? Langflestir þeirra sem gera kaupsamning við lánastofnanir semja um skuldsett kaup á húsnæði. Það er að segja þau taka 80% kaupverðs að láni og stór hluti þeirra þarf svo að beita öllum mögulegum ráðum til að verða sér út um meira lánsfé. Og hvernig lítur svo umhverfið út sem lántakandi hefur til að eignast það sem hann hefur fest kaup á? Vextir eru fjallháir. Verðtryggingin sér til þess að allar verðbreytingar eru færðar á ógnarhraða yfir á reikning lántakandans. Laun eru ekki verðtryggð og óhagstæð víxl þróun á lánstímanum getur orðið lántakandanum þung í skauti. Vísitalan sem verðtryggingin byggir á er hlutdræg og dregur taum lánveitanda. Og síðan er stærsti áhættuþátturinn sem hvergi er reiknað með þegar upplýsingar eru gefnar um fasteignaviðskipti, reglubundnar efnahagslægðir eða kreppur þar sem verðbólgan fer á flug og skellur á fullum þunga á lántakandann. Hér missir fjöldi fólks húsnæði sitt og aðrir tapa eignarhluta sínum eða lenda í neikvæðri eignastöðu. Auðveldlega má reikna með fjórum til sex slíkum lægðum á 40 ára tímabili. Samverkun þessara þátta býr til gríðarlega hagstætt umhverfi fyrir fjármagnseigandann sem fær tækifæri á nánast áhættulausri langtíma fjárfestingu með mikilli ávöxtum á meðan skuldarinn tekur ofboðslega áhættu. Þegar eignastaða Íslendinga er skoðuð kemur í ljós að um 50% þjóðarinnar hefur neikvæða eignastöðu og um 30% eiga afar litla hreina eign. Þessar upplýsingar gefa augljóslega til kynna að eignamyndun í húsnæði er sáralítil þegar kemur að stærstum hluta þjóðarinnar. Verðtryggingin hefur nú verið við lýði í 40 ár og meðaltalslengd verðtryggðra lána er einhverstaðar á milli fimm til níu ár. Það meðaltal ætti að vera hærra ef um verulega eignamyndun er að ræða í þessu kerfi. Full ástæða væri til að gera sérstaka rannsókn á stöðu skuldsettra íbúðakaupa og hvernig staða lántakenda er og raunverulegir möguleikar þeirra eru til að eignast það sem þeir eru að bisa við að kaupa. Að ofan sögðu virðist svarið við spurningunni liggja ljóst fyrir. Við núverandi kerfi verður engin eignamyndun við skuldsett kaup á húsnæði. Heiðarlegra væri að lýsa sambandi lánveitanda og lánþega sem skuldþjónasambandi sem varir til eilífðar eða þar til skuldarinn stendur ekki lengur í skilum. Það er sárt að horfast í augu við aðstæður eins og þessar ekki síst fyrir þær sakir að alstaðar er hamrað á því að húsnæðiskaupendur séu komnir í örugga höfn, en því miður þá er það bara ekki sannleikanum samkvæmt ef kaupandinn hefur ekki þeim mun meira fé á milli handanna. Í afstöðnum samningunum tókst að koma baráttunni gegn þessu kerfi á dagskrá. Boltinn er vissulega hjá stjórnvöldum en með áframhaldandi baráttu verður þrýst á um efndir og markmiðið til framtíðar er skýrt, húsnæðiskerfi sem stenst fyllilega samanburð við nágrannalönd okkar eða er betra. Nytsamur leigumarkaður? Hversu slæmur þarf leigumarkaðurinn að vera til þess að skuldsett húsnæðiskaup virki eins og aðgöngumiði að paradís? Svarið við þeirri spurningu er líklegast: „Nákvæmlega eins og hann er núna.“ Það blasir við og er ólýðandi að markaðskerfið hefur brugðist við að svara þeirri sáru þörf sem skapaðist eftir hrun. Þess vegna þarf stórátak við byggingu íbúða á leigumarkað með annarskonar kerfum að leiðarljósi og það átak þarf að vara þar til að þesskonar íbúðir hafa náð uppfylla þarfir umtalsverðs hluta af húsnæðismarkaðinum. Verkalýðshreyfingin er að vinna að hagsmunamálum þessa hóps og vill rótækar breytingar á leigumarkaðsmálum. En við þurfum samhenta baráttu um allt samfélag til að flýta þeim markmiðum sem framast er unnt og það er ánægjulegt að finna fyrir þeim hljómgrunni sem þessar einföldu réttlætiskröfur eiga. Kerfið er brotið og skerðir lífskjör. Ekki bara okkar sem búum hér heldur gleymist það oft í umræðunni að það á stóran þátt í því að unga fólkið okkar og þær þúsundir sem flúðu lífskjörin eftir hrun eða hafa menntað sig erlendis líta ekki lengur á Ísland sem raunhæfan valkost til framtíðar búsetu. Skuldsett húsnæðiskaup skapa enga eignamyndun yfir hinn langa lánstíma og leigumarkaðurinn er skelfilegur fyrir fólk með lágar- og millitekjur. Er þetta samsæriskenning? Nei. Þetta er öðru fremur lýsing á því hvað gerist þegar hagsmunir fjármagnseigenda og stórfyrirtækja eru ávallt í forgrunni. Það er stór meirihluti þjóðarinnar sem líður fyrir þetta kerfi og þar sem við lifum í lýðræðisþjóðfélagi er það mun eðlilegra að kerfið taki mið að hagsmunum þeirra. Hagsmunum neytenda. Og þangað skal stefnt; upp brekkuna. Haraldur Ingi Haraldsson, fulltrúi í Framkvæmdastjórn Samtaka leigjenda á Íslandi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun