Hljóp heilt maraþon en komst bókstaflega ekki yfir marklínuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:00 Lukas Bates fær hér hjálp við að komast yfir marklínuna. AP/Alastair Grant Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna. Bretland Hlaup Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna.
Bretland Hlaup Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira