Gunnar Líndal Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KA/Þórs til næstu tveggja ára.
Gunnar tekur við KA/Þór af Jónatan Magnússyni sem stýrir karlaliði KA ásamt Stefáni Árnasyni á næsta tímabili.
KA/Þór kom á óvart á síðasta tímabili og endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar.
Gunnar starfaði lengi í Noregi. Þar var hann m.a. þjálfari karla- og kvennaliðs Stryn og stýrði báðum liðum tvisvar upp um deild.
Gunnar var valinn þjálfari ársins í 2. deild kvenna tímabilið 2014-15. Þá réði norska handknattleikssambandið hann sem sérfræðing í þróun leikmanna.
