Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 15:35 Konan var handtekin að morgni 10. nóvember. FBL/GVA Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34