Skjern hafði betur gegn Sönderjyske í Íslendingaslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.
Skjern vann öruggan sjö marka útisigur 26-19.
Tandri Már Konráðsson skoraði eitt mark fyrir Skjern en Björgvin Páll Gústavsson kom lítið við sögu. Eina skotið sem hann fékk á sig í leiknum var úr vítakasti sem hann náði ekki að verja.
Í liði Sönderjyske skoraði Arnar Birkir Hálfdánsson þrjú mörk en heimamenn voru 9-11 undir í hálfleik.
Skjern hafði betur í Íslendingaslag
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti



