Handbolti

Víkingur tók forystuna í umspilinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Víkings gátu fagnað í kvöld
Stuðningsmenn Víkings gátu fagnað í kvöld fréttablaðið/ernir
Víkingur tók forystuna í umspilinu um sæti í Olísdeild karla næsta haust með sjö marka sigri á HK í kvöld.

Víkingar voru með eins stigs forskot í hálfleik, 13-12, og unnu leikinn að lokum örugglega 27-20.

Hjalti Már Hjaltason var markahæstur í liði Víkings með 6 mörk, Kristófer Andri Daðason skoraði fimm og Magnús Karl Magnússon fjögur.

Hjá HK var Bjarki Finnbogason markahæstur með fimm mörk og þrír voru jafnir með fjögur mörk.

Fyrsta liðið til þess að ná þremur sigrum fær sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili. Liðin mætast öðru sinni á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×