Ellilífeyrisþegar komi að kjarasamningum Kári Jónasson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands. Einfalda svarið við þessu er að það semur enginn fyrir þennan stóra hóp landsmanna. Við erum sem sagt í flokki með ungbörnum og grunnskólanemum, með allri virðingu fyrir þeim. Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem hafa náð 65 ára aldri, en hér er hins vegar miðað við 67 árin. Mér telst til að hér á landi séu rösklega 43 þúsund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. 12.500 manns á aldrinum 67 ára til sjötugs og tæplega 19 þúsund á milli sjötugs og áttræðs. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa talnaleikfimi er sú, að margir þessara rúmlega 30 þúsund einstaklinga eru enn í fullu fjöri og meðal þeirra eru margar vinnufúsar hendur, en það má segja að hið opinbera hafi slegið á puttana á þeim vegna óskiljanlegra reglna um frítekjumark og áhrif þess á ellilífeyri. Í dag mega ellilífeyrisþegar hafa 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það hafi áhrif á útreikning varðandi ellilífeyri. Þeir sem hafa meira en rúmlega 557 þúsund krónur í tekjur á mánuði fá hins vegar ekkert frá Tryggingastofnun og greiða að sjálfsögðu skatta og skyldur af sinni innkomu eins og aðrir þegnar þessa lands og eru hreinlega gullnáma fyrir „skattmann“, því hann þarf ekki að láta neitt af hendi rakna til þeirra. Það eru hins vegar þeir sem gætu auðveldlega aflað sér meiri tekna en þessarar rösklega einnar milljónar á ári, sem brýna nauðsyn ber til að gera auðveldara að vinna meira, án þess að ellilífeyrir þeirra skerðist. Þeir munu að sjálfsögðu greiða sína skatta og skyldur af tekjum sínum eins og aðrir, en þá vantar tilfinnanlega einhvern til að semja fyrir sig. Fulltrúar þessa hóps og annarra ellilífeyrisþega ættu að vera einhvers staðar við kjarasamningaborðið, en ekki láta skammta sér úr hnefa eins og hingað til. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Jónasson Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands. Einfalda svarið við þessu er að það semur enginn fyrir þennan stóra hóp landsmanna. Við erum sem sagt í flokki með ungbörnum og grunnskólanemum, með allri virðingu fyrir þeim. Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem hafa náð 65 ára aldri, en hér er hins vegar miðað við 67 árin. Mér telst til að hér á landi séu rösklega 43 þúsund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. 12.500 manns á aldrinum 67 ára til sjötugs og tæplega 19 þúsund á milli sjötugs og áttræðs. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa talnaleikfimi er sú, að margir þessara rúmlega 30 þúsund einstaklinga eru enn í fullu fjöri og meðal þeirra eru margar vinnufúsar hendur, en það má segja að hið opinbera hafi slegið á puttana á þeim vegna óskiljanlegra reglna um frítekjumark og áhrif þess á ellilífeyri. Í dag mega ellilífeyrisþegar hafa 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það hafi áhrif á útreikning varðandi ellilífeyri. Þeir sem hafa meira en rúmlega 557 þúsund krónur í tekjur á mánuði fá hins vegar ekkert frá Tryggingastofnun og greiða að sjálfsögðu skatta og skyldur af sinni innkomu eins og aðrir þegnar þessa lands og eru hreinlega gullnáma fyrir „skattmann“, því hann þarf ekki að láta neitt af hendi rakna til þeirra. Það eru hins vegar þeir sem gætu auðveldlega aflað sér meiri tekna en þessarar rösklega einnar milljónar á ári, sem brýna nauðsyn ber til að gera auðveldara að vinna meira, án þess að ellilífeyrir þeirra skerðist. Þeir munu að sjálfsögðu greiða sína skatta og skyldur af tekjum sínum eins og aðrir, en þá vantar tilfinnanlega einhvern til að semja fyrir sig. Fulltrúar þessa hóps og annarra ellilífeyrisþega ættu að vera einhvers staðar við kjarasamningaborðið, en ekki láta skammta sér úr hnefa eins og hingað til. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun