Kallaður Páll Kvísling Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 09:16 Páll Magnússon nafngreinir nú þann mann sem hann telur fara fram með ósæmilegum hætti á netinu, í dólgslegum skrifum um mann og annan. Bak við hann má sjá Ásmund Friðriksson sem tengist umræddu máli. fbl/ernir „Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki. Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
„Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki.
Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29