Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 17:00 Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun