Og hvað svo? Sólveig Anna Jónsdóttir og Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins, Eflingar – stéttarfélags og VR hittust þann 9. apríl, í vikunni eftir að skrifað var undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Ríkið lagði eitt og annað til í púkkið í tengslum við samninginn og kynnti tillögur sínar undir yfirskriftinni „Lífskjarasamningurinn“. Það er gleðilegt að ríkið teygði sig lengra í tengslum við kjaraviðræðurnar en fyrri yfirlýsingar gáfu til kynna og sýnir að markviss barátta verkalýðshreyfingarinnar getur skilað miklum árangri. En við hljótum engu að síður að spyrja: Lífskjör hverra er um að ræða? Hver verða næstu skref? Forystufólk ÖBÍ og verkalýðsfélaganna er sammála um að bæta þarf kjör lágtekjufólks verulega. Þetta á ekki aðeins við um launafólk heldur einnig örorkulífeyrisþega og stóran hóp aldraðra. Enda þótt hóparnir þurfi að berjast hatrammri baráttu fyrir betri kjörum, er einn munur á. Launafólk getur samið um sín kjör og fylgt kröfum sínum eftir gagnvart atvinnurekendum, jafnvel með verkfallsaðgerðum. Þetta á ekki við um lífeyrisþega. Þeir eru undir náð og miskunn ríkisstjórnar og Alþingis komnir hverju sinni. Ljóst er að það fyrirkomulag hefur haldið öryrkjum og hluta aldraðra í fátækt.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍÞað er óásættanlegt að lífeyrisþegar sitji alltaf eftir, aftast í goggunarröðinni, og þurfi eilíft að bíða eftir kjarabótum. Núverandi forsætisráðherra lýsti því eitt sinn eftirminnilega yfir á Alþingi að „stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu“. Og við tökum undir þau orð. Það er óþolandi að í svo ríku samfélagi sé fólki haldið í fátækt af þeirri einu ástæðu að ekki er hægt að „nýta“ það til vinnu. Samstarf ÖBÍ við verkalýðshreyfinguna hefur verið gott og það heldur áfram. Verkalýðshreyfingin hefur ekki umboð til samninga fyrir öryrkja, en forsvarsmenn beggja hópa tala saman og vinna saman. Þar má nefna sem dæmi afstöðu til starfsgetumatsins, en á síðasta þingi ASÍ tók Alþýðusambandið undir með ÖBÍ um að leggjast gegn starfsgetumati, sem er mikilvæg pólitísk stefnubreyting hjá verkalýðshreyfingunni. Við spyrjum: Ættu örorkulífeyrisþegar og sömuleiðis ellilífeyrisþegar ekki að eiga sæti við samningaborðið? Ljóst er að þessir hópar eiga fullan rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, eins og annað fólk. Þau sem tilheyra þessum hópum hafa velflest verið í verkalýðsfélögum ýmist allan eða stóran hluta starfsævinnar. Það er í öllu falli fullreynt að sýna traust til stjórnvalda. Það gengur ekki lengur að þau skammti sumum hópum úr hnefa eins og hingað til og taki þátt í að viðhalda grimmu og mannfjandsamlegu kerfi. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Næst á dagskrá hlýtur að vera Lífskjarasamningur númer tvö. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sólveig Anna Jónsdóttir Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins, Eflingar – stéttarfélags og VR hittust þann 9. apríl, í vikunni eftir að skrifað var undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Ríkið lagði eitt og annað til í púkkið í tengslum við samninginn og kynnti tillögur sínar undir yfirskriftinni „Lífskjarasamningurinn“. Það er gleðilegt að ríkið teygði sig lengra í tengslum við kjaraviðræðurnar en fyrri yfirlýsingar gáfu til kynna og sýnir að markviss barátta verkalýðshreyfingarinnar getur skilað miklum árangri. En við hljótum engu að síður að spyrja: Lífskjör hverra er um að ræða? Hver verða næstu skref? Forystufólk ÖBÍ og verkalýðsfélaganna er sammála um að bæta þarf kjör lágtekjufólks verulega. Þetta á ekki aðeins við um launafólk heldur einnig örorkulífeyrisþega og stóran hóp aldraðra. Enda þótt hóparnir þurfi að berjast hatrammri baráttu fyrir betri kjörum, er einn munur á. Launafólk getur samið um sín kjör og fylgt kröfum sínum eftir gagnvart atvinnurekendum, jafnvel með verkfallsaðgerðum. Þetta á ekki við um lífeyrisþega. Þeir eru undir náð og miskunn ríkisstjórnar og Alþingis komnir hverju sinni. Ljóst er að það fyrirkomulag hefur haldið öryrkjum og hluta aldraðra í fátækt.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍÞað er óásættanlegt að lífeyrisþegar sitji alltaf eftir, aftast í goggunarröðinni, og þurfi eilíft að bíða eftir kjarabótum. Núverandi forsætisráðherra lýsti því eitt sinn eftirminnilega yfir á Alþingi að „stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu“. Og við tökum undir þau orð. Það er óþolandi að í svo ríku samfélagi sé fólki haldið í fátækt af þeirri einu ástæðu að ekki er hægt að „nýta“ það til vinnu. Samstarf ÖBÍ við verkalýðshreyfinguna hefur verið gott og það heldur áfram. Verkalýðshreyfingin hefur ekki umboð til samninga fyrir öryrkja, en forsvarsmenn beggja hópa tala saman og vinna saman. Þar má nefna sem dæmi afstöðu til starfsgetumatsins, en á síðasta þingi ASÍ tók Alþýðusambandið undir með ÖBÍ um að leggjast gegn starfsgetumati, sem er mikilvæg pólitísk stefnubreyting hjá verkalýðshreyfingunni. Við spyrjum: Ættu örorkulífeyrisþegar og sömuleiðis ellilífeyrisþegar ekki að eiga sæti við samningaborðið? Ljóst er að þessir hópar eiga fullan rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, eins og annað fólk. Þau sem tilheyra þessum hópum hafa velflest verið í verkalýðsfélögum ýmist allan eða stóran hluta starfsævinnar. Það er í öllu falli fullreynt að sýna traust til stjórnvalda. Það gengur ekki lengur að þau skammti sumum hópum úr hnefa eins og hingað til og taki þátt í að viðhalda grimmu og mannfjandsamlegu kerfi. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Næst á dagskrá hlýtur að vera Lífskjarasamningur númer tvö.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar