Handbolti

HK og Fylkir mætast í úrslitaeinvíginu um sæti í Olís-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik HK fyrr í vetur.
Úr leik HK fyrr í vetur. vísir/vilhelm
HK og Fylkir eru komið í úrslitaeinvígið um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð eftir 2-0 sigra í sínum einvígum.

HK vann 2-0 sigur í einvíginu gegn FH en HK vann síðari leikinn í kvöld með átta mörkum, 27-19. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11.

Sigríður Hauksdóttir gerði sex mörk fyrir HK og þær Elva Arinbjarnar og Díana Kristín Sigmarsdóttir fimm. Freydís Jara Þórsdóttir gerði fimm fyrir FH og Ragnheiður Tómasdóttir fjögur.

Fylkir hafði svo betur gegn ÍR, 33-32, eftir tvöfalda framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 25-25 og eftir fyrstu framlengingu 29-29.

Karen Tinna Demian gerði tíu mörk fyrir ÍR og Silja Ísberg bætti við átta mörkum. Hrafnhildur Irma Jónsdóttir var frábær í liði Fylkis en hún gerði fjórtán mörk og Wiktoria Piekerska skoraði sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×