1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Sighvatur Jónsson skrifar 13. apríl 2019 18:45 Framkvæmdir við 1600 tonna laug fyrir mjaldrana eru langt komnar. Vísir/Sighvatur Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sýnir hvernig sjá má innan í eitt af sýningarbúrum nýja sædýrasafnsins í Eyjum.Vísir/Sighvatur Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. Aðstaðan getur nýst til að taka á móti fleiri mjöldrum í framtíðinni. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Safnið hefur gengið í algera endurnýjun lífdaga með flutningi í nýtt sædýrasafn. Nýja safnið er mun stærra en það gamla. Það er gestastofa í svokölluðum griðastað mjaldra sem verða fluttir til Eyja. „Gestastofan er í rauninni ekkert annað en gamla fiskasafnið okkar með þessari viðbót sem eru mjaldrarnir,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja.Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum var þekkt fyrir fjölbreytt safn uppstoppaðra fugla. Á nýja sædýrasafninu eru lifandi lundar.Vísir/SighvaturNýja sædýrasafnið í Eyjum hefur verið opnað þrátt fyrir að mjaldrarnir séu ekki komnir þangað. Á nýja safninu má sjá fiska, krabba og ýmsar aðrar lífverur hafsins. Einnig eru lifandi lundar til sýnis. Margir ferðamenn koma sérstaklega til Vestmannaeyja til að freista þess að sjá lunda.Nýja sædýrasafnið er í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar við höfnina í Vestmannaeyjum.Vísir/SighvaturHver hvalur um tonn Mjaldrar eru hvalir sem fullvaxta vega um og yfir eitt tonn og eru 4-5 metra langir. Fyrst verða þeir í fjögurra vikna sóttkví í risastórri 1600 tonna laug á safninu. Tilgangurinn með flutningi mjaldranna til Eyja er að koma þeim fyrir í hvalaathvarfi í Klettsvík. Páll Marvin segir að boðið verði upp á siglingar að mjöldrunum. „Þú getur keypt annaðhvort miða í safnið eða þá miða með siglingu út í Klettsvíkina þar sem þú sérð dýrin.“Laugin fyrir mjaldrana er á við þrjár sundlaugar Vestmannaeyja.Vísir/SighvaturGóðgerðarsamtökin Sea Life Trust sjá um framkvæmdina. Eigandi mjaldranna, Merlin Entertainments, fjármagnar flutning þeirra og allar framkvæmdir við nýja safnið í Eyjum. Stefna fyrirtækisins er að koma hvölum úr skemmtigörðum í aðstæður sem líkjast meira þeirra náttúrulegu heimkynnum.Kynning fyrir Eyjar og Ísland Hvalabjörgunarverkefni Merlin Entertainments eru vel kynnt fyrir þeim 60 millónum gesta sem heimsækja garða fyrirtækisins árlega. „Þetta er gríðarleg markaðssetning sem við erum að fá fyrir Vestmannaeyjar og fyrir Ísland í heild með þessu verkefni,“ segir Páll Marvin hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.Systurnar sem koma til Eyja eru taldar vera fæddar 2006.Vísir/SighvaturÍ fyrstu er stefnt að flutningi tveggja mjaldra. Það eru systur sem kallaðar eru Litla grá og Litla hvít. Eyjamenn sjá tækifæri í því að nýta aðstöðuna til að taka á móti fleiri mjöldrum af þeim 300 sem eru í skemmtigörðum heimsins. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sýnir hvernig sjá má innan í eitt af sýningarbúrum nýja sædýrasafnsins í Eyjum.Vísir/Sighvatur Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. Aðstaðan getur nýst til að taka á móti fleiri mjöldrum í framtíðinni. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Safnið hefur gengið í algera endurnýjun lífdaga með flutningi í nýtt sædýrasafn. Nýja safnið er mun stærra en það gamla. Það er gestastofa í svokölluðum griðastað mjaldra sem verða fluttir til Eyja. „Gestastofan er í rauninni ekkert annað en gamla fiskasafnið okkar með þessari viðbót sem eru mjaldrarnir,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja.Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum var þekkt fyrir fjölbreytt safn uppstoppaðra fugla. Á nýja sædýrasafninu eru lifandi lundar.Vísir/SighvaturNýja sædýrasafnið í Eyjum hefur verið opnað þrátt fyrir að mjaldrarnir séu ekki komnir þangað. Á nýja safninu má sjá fiska, krabba og ýmsar aðrar lífverur hafsins. Einnig eru lifandi lundar til sýnis. Margir ferðamenn koma sérstaklega til Vestmannaeyja til að freista þess að sjá lunda.Nýja sædýrasafnið er í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar við höfnina í Vestmannaeyjum.Vísir/SighvaturHver hvalur um tonn Mjaldrar eru hvalir sem fullvaxta vega um og yfir eitt tonn og eru 4-5 metra langir. Fyrst verða þeir í fjögurra vikna sóttkví í risastórri 1600 tonna laug á safninu. Tilgangurinn með flutningi mjaldranna til Eyja er að koma þeim fyrir í hvalaathvarfi í Klettsvík. Páll Marvin segir að boðið verði upp á siglingar að mjöldrunum. „Þú getur keypt annaðhvort miða í safnið eða þá miða með siglingu út í Klettsvíkina þar sem þú sérð dýrin.“Laugin fyrir mjaldrana er á við þrjár sundlaugar Vestmannaeyja.Vísir/SighvaturGóðgerðarsamtökin Sea Life Trust sjá um framkvæmdina. Eigandi mjaldranna, Merlin Entertainments, fjármagnar flutning þeirra og allar framkvæmdir við nýja safnið í Eyjum. Stefna fyrirtækisins er að koma hvölum úr skemmtigörðum í aðstæður sem líkjast meira þeirra náttúrulegu heimkynnum.Kynning fyrir Eyjar og Ísland Hvalabjörgunarverkefni Merlin Entertainments eru vel kynnt fyrir þeim 60 millónum gesta sem heimsækja garða fyrirtækisins árlega. „Þetta er gríðarleg markaðssetning sem við erum að fá fyrir Vestmannaeyjar og fyrir Ísland í heild með þessu verkefni,“ segir Páll Marvin hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.Systurnar sem koma til Eyja eru taldar vera fæddar 2006.Vísir/SighvaturÍ fyrstu er stefnt að flutningi tveggja mjaldra. Það eru systur sem kallaðar eru Litla grá og Litla hvít. Eyjamenn sjá tækifæri í því að nýta aðstöðuna til að taka á móti fleiri mjöldrum af þeim 300 sem eru í skemmtigörðum heimsins.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira