Bergmálsklefi fullkomleikans Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:00 Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun