Ilhan Omar sögð hata Bandaríkin eftir ummæli um 11. september sem hún segir slitin úr samhengi Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 15:03 Ilhan Omar hefur verið gagnrýnd af andstæðingum sínum en studd af samflokksmönnum Getty/Bloomberg/NewYorkPost Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið. Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið.
Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira