Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 19:13 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn hluthafa segja að til standi að stofna hlutafélag í tengslum við hópfjármögnun nýs flugfélags. Þeir eru þó ekki tilbúnir að koma fram undir nafni. Á vefnum www.hluthafi.com er gefið upp tölvupóstfang og sendi fréttastofa fyrirspurn þangað. Svar barst nú síðdegis þar sem kemur fram að þeir sem hafa skráð sig í áskrift verði boðið á stofnfund hlutfélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag. Forsvarsmenn Hluthafa segjasta vera nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“. Í svari til fréttastofu segjast þeir starfa eftir lögum um hlutafélög. Þeir segja vefinn hluthafa.com aðeins vettvang til að safna saman áskrifendum, svo þeir hafi síðan heimild til að sækja stofnfund, það er ef skilyrðin eru uppfyllt sem er annað hvort að endureisa félag eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild. Svar forsvarsmanna hluthafa.com má sjá hér fyrir neðan:Okkur hjá hluthafi.com hafa borist fyrirspurnir varðandi hópinn, sem stendur á bak við hluthafi.com. Við viljum benda á að við störfum eftir lögum um hlutafélög 1995 nr. 2 30. Janúar með síðari breytingum.12. gr. Ákvörðun um stofnun félags skal tekin á stofnfundi. Ef áskrift fæst að öllum hlutum á stofnfundi og allir viðurkenndir áskrifendur eru sammála þar um er unnt að taka ákvörðun um stofnun félagsins án frekari funda. Sé svo ekki skulu stofnendur boða alla áskrifendur til stofnfundar. Um stofnfundinn gilda reglur laga þessara og samþykkta félagsins um hluthafafundi. Stofnendur skulu sjá um að áskriftarskrár og þeir samningar og gögn sem fylgja stofnsamningi séu til sýnis fyrir áskrifendur í eina viku fyrir stofnfund á stað sem greinir í fundarboði. Á stofnfundi skulu stofnendur leggja fram stofnsamning og öll þau skjöl sem um ræðir í 3. mgr. ásamt skrá yfir þann fjölda hluta sem stofnendur hafa samþykkt, skiptingu hlutafjárins á einstaka áskrifendur og skýrslu um það fé sem þegar hefur verið greitt. Þessar upplýsingar skal færa til bókar.Stofnun félags á grundvelli 12. greinar hlutafélagalaga hefur ekki farið fram. Ef og þegar slík stofnun almenningshlutafélags fer fram, þá verður öllum þeim, sem hafa skráð sig fyrir áskrift boðið á stofnfund. Á þeim fundi kjósa hinir nýju hluthafar stjórn.Heimasíðan hluthafi.com er aðeins vettvangur til þess að safna saman áskrifendum, svo að þeir hafi síðar heimild til að sækja stofnfund, þ.e. ef skilyrðin eru uppfyllt, sem eru að a) endurreisa félag eða b) stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild.Fjölmiðlum gefst kostur á að senda fyrirspurnir fyrir klukkan 19.00 í kvöld 14.04.2019.Við vonumst til að geta svarað, sem flestum spurningum í yfirlýsingu, sem við sendum á morgun eða þriðjudag.Virðingarfyllst,Hluthafi.com WOW Air Tengdar fréttir Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Forsvarsmenn hluthafa segja að til standi að stofna hlutafélag í tengslum við hópfjármögnun nýs flugfélags. Þeir eru þó ekki tilbúnir að koma fram undir nafni. Á vefnum www.hluthafi.com er gefið upp tölvupóstfang og sendi fréttastofa fyrirspurn þangað. Svar barst nú síðdegis þar sem kemur fram að þeir sem hafa skráð sig í áskrift verði boðið á stofnfund hlutfélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag. Forsvarsmenn Hluthafa segjasta vera nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“. Í svari til fréttastofu segjast þeir starfa eftir lögum um hlutafélög. Þeir segja vefinn hluthafa.com aðeins vettvang til að safna saman áskrifendum, svo þeir hafi síðan heimild til að sækja stofnfund, það er ef skilyrðin eru uppfyllt sem er annað hvort að endureisa félag eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild. Svar forsvarsmanna hluthafa.com má sjá hér fyrir neðan:Okkur hjá hluthafi.com hafa borist fyrirspurnir varðandi hópinn, sem stendur á bak við hluthafi.com. Við viljum benda á að við störfum eftir lögum um hlutafélög 1995 nr. 2 30. Janúar með síðari breytingum.12. gr. Ákvörðun um stofnun félags skal tekin á stofnfundi. Ef áskrift fæst að öllum hlutum á stofnfundi og allir viðurkenndir áskrifendur eru sammála þar um er unnt að taka ákvörðun um stofnun félagsins án frekari funda. Sé svo ekki skulu stofnendur boða alla áskrifendur til stofnfundar. Um stofnfundinn gilda reglur laga þessara og samþykkta félagsins um hluthafafundi. Stofnendur skulu sjá um að áskriftarskrár og þeir samningar og gögn sem fylgja stofnsamningi séu til sýnis fyrir áskrifendur í eina viku fyrir stofnfund á stað sem greinir í fundarboði. Á stofnfundi skulu stofnendur leggja fram stofnsamning og öll þau skjöl sem um ræðir í 3. mgr. ásamt skrá yfir þann fjölda hluta sem stofnendur hafa samþykkt, skiptingu hlutafjárins á einstaka áskrifendur og skýrslu um það fé sem þegar hefur verið greitt. Þessar upplýsingar skal færa til bókar.Stofnun félags á grundvelli 12. greinar hlutafélagalaga hefur ekki farið fram. Ef og þegar slík stofnun almenningshlutafélags fer fram, þá verður öllum þeim, sem hafa skráð sig fyrir áskrift boðið á stofnfund. Á þeim fundi kjósa hinir nýju hluthafar stjórn.Heimasíðan hluthafi.com er aðeins vettvangur til þess að safna saman áskrifendum, svo að þeir hafi síðar heimild til að sækja stofnfund, þ.e. ef skilyrðin eru uppfyllt, sem eru að a) endurreisa félag eða b) stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild.Fjölmiðlum gefst kostur á að senda fyrirspurnir fyrir klukkan 19.00 í kvöld 14.04.2019.Við vonumst til að geta svarað, sem flestum spurningum í yfirlýsingu, sem við sendum á morgun eða þriðjudag.Virðingarfyllst,Hluthafi.com
WOW Air Tengdar fréttir Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf