„Fólk þarf að passa sig á svona“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 21:42 Frá vefnum Hluthafi.com Skjáskot/Hluthafi.com Tölvuöryggissérfræðingur segir að fólk ætti að passa sig á vefnum Hluthafi.com sem er ætlað að fjármagna nýtt lággjaldaflugfélag. Forsvarsmenn síðunnar neita að koma fram undir nafni og er það til marks um að vefnum sé ekki treystandi segir sérfræðingurinn. Á vefnum er tekið fram að ætlunin sé að fjármagna endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélag með Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, og hans „besta fólk“ í broddi fylkingar. Skúli Mogensen sagðist fyrr í dag ekkert þekkja til þessarar síðu eða þeirra sem standa að baki henni. „Fólk þarf að passa sig á svona,“ segir Theodór Gísli Ragnarsson, tæknistjóri hjá Syndis, um vefinn Hluthafi.com.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisStöð 2„Maður á ekki að trúa neinu sem maður les á Internetinu ef það vantar einfaldar upplýsingar,“ segir Thedór og nefnir þar nafnleynd aðstandenda vefsins. „Ef það er ekki hægt að komast að því hverjir standa á bak við þetta, þá finnst mér þetta mjög hæpið. Þó ég hefði ekkert á móti því að WOW komi aftur, það er ekki málið.“ Á vefnum er óskað eftir loforði frá einstaklingum um hlutafé sem færi í stofnun nýs hlutafélags sem kæmi að endurreisn WOW eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. Er því lofað að loforðið um hlutaféð falli niður ef ekkert verður af endurreisn WOW air eða nýtt félag stofnað. Er hlutafjárloforðið bindandi í 90 daga. Í svari við fyrirspurn fréttastofu tóku forsvarsmenn vefsins fram að þeir sem skrá sig í áskrift á vefnum verði boðið á stofnfund nýs hlutafélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag. WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Tölvuöryggissérfræðingur segir að fólk ætti að passa sig á vefnum Hluthafi.com sem er ætlað að fjármagna nýtt lággjaldaflugfélag. Forsvarsmenn síðunnar neita að koma fram undir nafni og er það til marks um að vefnum sé ekki treystandi segir sérfræðingurinn. Á vefnum er tekið fram að ætlunin sé að fjármagna endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélag með Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, og hans „besta fólk“ í broddi fylkingar. Skúli Mogensen sagðist fyrr í dag ekkert þekkja til þessarar síðu eða þeirra sem standa að baki henni. „Fólk þarf að passa sig á svona,“ segir Theodór Gísli Ragnarsson, tæknistjóri hjá Syndis, um vefinn Hluthafi.com.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisStöð 2„Maður á ekki að trúa neinu sem maður les á Internetinu ef það vantar einfaldar upplýsingar,“ segir Thedór og nefnir þar nafnleynd aðstandenda vefsins. „Ef það er ekki hægt að komast að því hverjir standa á bak við þetta, þá finnst mér þetta mjög hæpið. Þó ég hefði ekkert á móti því að WOW komi aftur, það er ekki málið.“ Á vefnum er óskað eftir loforði frá einstaklingum um hlutafé sem færi í stofnun nýs hlutafélags sem kæmi að endurreisn WOW eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. Er því lofað að loforðið um hlutaféð falli niður ef ekkert verður af endurreisn WOW air eða nýtt félag stofnað. Er hlutafjárloforðið bindandi í 90 daga. Í svari við fyrirspurn fréttastofu tóku forsvarsmenn vefsins fram að þeir sem skrá sig í áskrift á vefnum verði boðið á stofnfund nýs hlutafélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag.
WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12