Körfubolti

Gríska fríkið tróð eins og Jordan í stórsigri | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Giannis Antetoukounmpo er engum líkur.
Giannis Antetoukounmpo er engum líkur. vísir/getty
Milwaukee Bucks átti ekki í neinum vandræðum með að komast í 1-0 í einvígi sínu gegn Detroit Pistons í átta liða úrslitum austurdeildar NBA í nótt þegar að liðið vann stórsigur á heimavelli, 121-86.

Gríska fríkið, Giannis Antetoukounmpo, fór hamförum að vanda og skoraði 24 stig og tók 17 fráköst á aðeins 23 mínútum en heimamenn rúlluðu vel á liðinu og spilaði enginn byrjunarliðsmaður meira en 25 mínútur.

Giannis bauð upp á ein af tilþrifum ársrins þegar að hann stal boltanum í vörninni og fór einn fram völlinn en hann tróð með því að hoppa að körfunni nánast frá vítalínunni eins og Michael Jordan gerði í troðslukeppni forðum daga.

Kyrie Irving skoraði 20 stig og var stigahæstur Boston Celtics þegar að liðið vann Indiana, 84-74, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum austursins og þá vann Portland sigur á OKC Thunder, 104-99.

James Harden var svo nálægt þrennunni í 122-90 sigri Houston gegn Utah Jazz en hann skoraði 29 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Houston sýndi þar mátt sinn og megin og komst í 1-0 í einvíginu.

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics - Indiana Pacers 84-75 (1-0)

Portland Trail Blazers - OKC Thunder 104-99 (1-0)

Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 121-86 (1-0)

Houston Rockets - Utah Jazz 122-90 (1-0)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×