Segir Trump vita manna best að hann sé óhæfur forseti Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 11:31 Pelosi hefur komist upp með að skamma Trump forseta en í þetta skiptið svaraði forsetinn fyrir sig á Twitter. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist telja að Donald Trump viti manna best að hann sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta. Ummælin fóru öfugt ofan í Trump sem svaraði með því að kalla Pelosi „hörmung“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur ræddi Pelosi, sem er áhrifamesti demókratinn á Bandaríkjaþingi, meðal annars um forsetann og samskipti sín við hann. „Það er enginn í landinu sem veit betur að hann ætti ekki að vera forseti Bandaríkjanna en Donald Trump,“ fullyrti Pelosi sem hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Sagðist hún virða embætti forsetans og að Trump væri ekki þess verður að neita að vinna með honum vegna þess hversu hræðilegur hann sé. „Nei. Við verðum að vinna saman,“ sagði Pelosi. Fram að þessu hefur Trump virst hikandi við að ráðast á Pelosi með sama hætti og hann gerir ítrekað þegar aðrir pólitískir andstæðingar eiga í hlut. Að þessu sinni tók hann skoti Pelosi ekki sitjandi. Í tísti sakaði hann hana um að koma engum málum í gegnum þingið og undir stjórn hennar geri það ekki annað en að rannsaka meinta glæpi. „Hún var hörmung í H.H.,“ tísti Trump og vísaði til Hvíta hússins. Ekki er ljóst hvað forsetinn átti við með þeim ummælum en Pelosi hefur aldrei starfað í Hvíta húsinu.Such a “puff piece” on Nancy Pelosi by @60minutes, yet her leadership has passed no meaningful Legislation. All they do is Investigate, as it turns out, crimes that they instigated & committed. The Mueller No Collusion decision wasn’t even discussed-and she was a disaster at W.H. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist telja að Donald Trump viti manna best að hann sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta. Ummælin fóru öfugt ofan í Trump sem svaraði með því að kalla Pelosi „hörmung“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur ræddi Pelosi, sem er áhrifamesti demókratinn á Bandaríkjaþingi, meðal annars um forsetann og samskipti sín við hann. „Það er enginn í landinu sem veit betur að hann ætti ekki að vera forseti Bandaríkjanna en Donald Trump,“ fullyrti Pelosi sem hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Sagðist hún virða embætti forsetans og að Trump væri ekki þess verður að neita að vinna með honum vegna þess hversu hræðilegur hann sé. „Nei. Við verðum að vinna saman,“ sagði Pelosi. Fram að þessu hefur Trump virst hikandi við að ráðast á Pelosi með sama hætti og hann gerir ítrekað þegar aðrir pólitískir andstæðingar eiga í hlut. Að þessu sinni tók hann skoti Pelosi ekki sitjandi. Í tísti sakaði hann hana um að koma engum málum í gegnum þingið og undir stjórn hennar geri það ekki annað en að rannsaka meinta glæpi. „Hún var hörmung í H.H.,“ tísti Trump og vísaði til Hvíta hússins. Ekki er ljóst hvað forsetinn átti við með þeim ummælum en Pelosi hefur aldrei starfað í Hvíta húsinu.Such a “puff piece” on Nancy Pelosi by @60minutes, yet her leadership has passed no meaningful Legislation. All they do is Investigate, as it turns out, crimes that they instigated & committed. The Mueller No Collusion decision wasn’t even discussed-and she was a disaster at W.H. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23