Telur föður sinn ekki hafa getað setið undir „sterkum skoðunum“ Vals kvöldið örlagaríka Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2019 13:15 Valur Lýðsson (t.h.) í Héraðsdómi Suðurlands. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana um páskana í fyrra. Vísir/vilhelm Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar, telur föður sinn ekki hafa getað setið undir „sterkum skoðunum“ Vals Lýðssonar, bróður síns, kvöldið sem honum var ráðinn bani að bænum Gýgjarhóli í mars í fyrra. Þessar sterku skoðanir telur Ingi Rafn hafa snúið annað hvort að sambýliskonu föður síns eða þeim systkinum, og leitt til þess að bræðurnir rifust kvöldið örlagaríka. Þetta kom fram í máli Inga Rafns í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi andlát föður síns. Valur, föðurbróðir Inga Rafns, var í Héraðsdómi Suðurlands í september dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás þann 31. mars 2018 sem leiddi til dauða Ragnars.Sjá einnig: „Hrottaleg atlaga“ en ósannað að Valur ætlaði að bana bróður sínum Ríkissaksóknari ákvað svo að áfrýja dómnum til Landsréttar. Valur tjáði sig ekki við skýrslutöku málsins í Landsrétti þann 9. apríl síðastliðinn en afstaða hans var sögð koma ákæruvaldinu í opna skjöldu.Fastur í Stafangri þegar hann fékk fréttirnar „Það er svo sem ekki hægt að segja annað en að þetta hafi hreinlega verið djöfullegt,“ sagði Ingi Rafn um líðan fjölskyldunnar síðasta árið. Biðin eftir því að málið yrði tekið fyrir í Landsrétti, og óvissa í kringum það, hafi verið erfið og þá hafi upplifunin jafnframt verið óraunveruleg. „Þegar maður heyrir svona þá býst maður alltaf við því að það sé bara einhver annar sem lendi í svona. Að finna sig staddan í þessum aðstæðum sjálfur, það er bara alveg ótrúlega sérstakt.“Ingi Rafn Ragnarsson.Ingi Rafn var staddur í Noregi við vinnu þegar honum voru fluttar fregnir af andláti föður síns um páskana í fyrra. Hann segir tilfinningarnar hafa verið blendnar í upphafi. „Ég hafði verið kallaður út aukalega og var að fara um borð í skip, var nýkominn til Stavanger um páskahelgina og engin flug til baka og fékk að eyða fyrstu nóttinni á hóteli í Stavanger. Þetta var svo mikið kjaftshögg og maður var svo undrandi. Og í rauninni, áður en við fengum alla málavexti, við vorum alveg jafnreið út í pabba og Val strax í upphafi. Sérstaklega pabba, hvernig honum hafði dottið í hug að fara að rífast við svona þveran mann.“Höfðu aldrei heyrt ýmislegt sem kom fram fyrir dómi Þá hafi erfiðir fundir með lögreglu sett málið í nýtt samhengi en Ingi Rafn sagði skort á upplýsingaflæði til þeirra systkina hafa verið viðvarandi í málinu. Þannig rekur Ingi Rafn málið frá sínum sjónarhóli í pistlinum „Morðið að Gýgjarhóli og sannleikurinn“ sem birtist á vef Stundarinnar í síðustu viku. „Það gekk nú svo langt að það var meira að segja fyrir Héraðsdómi að við vorum að heyra hluti sem okkur hafði ekki verið sagt áður. […] Eins og þetta, þessi staðreynd að atlagan væri það löng að þetta væru tvær árásir,“ sagði Ingi Rafn um málið í Bítinu. Sérstakt umburðarlyndi Inntur eftir því hvernig ímynd hann hafi haft af föðurbróður sínum sagði Ingi Rafn að hann hefði rekið sig á ýmislegt einkennilegt í fari Vals í gegnum tíðina. Samband bræðranna, Ragnars og Vals, hafi þó ekki verið slæmt. „Valur er ofboðslega sérstakur og á það til að vera alveg ofsalega hranalegur í framkomu, eiginlega bara frekar mikið, og það þarf eiginlega ofboðslegt langlundargeð og sérstakt hugarfar til þess að geta umgengist hann. Pabba þótti vænt um hann en alveg frá því ég var krakki hef ég velt því fyrir mér hvaða skoðanir Valur hefur raunverulega haft á pabba.“Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars 2018.Vísir/Magnús HlynurValur hefur borið fyrir sig minnisleysi sökum áfengisneyslu kvöldið örlagaríka í fyrra. Ingi Rafn hafði þó ákveðna hugmynd um það sem þeim bræðrum fór á milli áður en föður hans var ráðinn bani. „Ég veit það að pabbi hafði alveg sérstakt umburðarlyndi fyrir Val og hann reifst aldrei við hann og það eru mjög fáir hlutir sem hefðu getað orðið til þess að pabbi hefði svarað honum til baka. Þó veit ég að hann hefur gert það þessa nótt því það er ástæðan fyrir því að þetta endar svona,“ sagði Ingi Rafn. „Ég er eiginlega handviss um að hann [Valur] hefur haft sterkar skoðanir annað hvort um sambýliskonu föður míns eða okkur systkinin og pabbi hefur hreinlega ekki getað setið undir því og gert sig líklegan til að fara.“ Samband Inga Rafns og systkina hans hefur haldist gott, að sögn Inga Rafns, en sömu sögu er ekki að segja af stórfjölskyldunni. Ingi Rafn steig sjálfur fram í september, þegar dómur féll yfir Val í september síðastliðnum, og sagði þau systkinin hafa þurft að sitja undir áróðursherferð fjölskylduvina. „Það myndaðist ákveðin styrjöld milli náskyldra ættingja og gamalla vina og svoleiðis. Það einhvern veginn, fólk var tilbúið að hunsa fréttafærslur og staðreyndir til að koma Vali til varnar.“Viðtalið við Inga Rafn má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða 26. september 2018 14:30 Krefst þyngri dóms yfir Vali Lýðssyni Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar sjö ára fangelsisdómi sem Valur Lýðsson hlaut fyrir að ráða bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana. 8. október 2018 17:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar, telur föður sinn ekki hafa getað setið undir „sterkum skoðunum“ Vals Lýðssonar, bróður síns, kvöldið sem honum var ráðinn bani að bænum Gýgjarhóli í mars í fyrra. Þessar sterku skoðanir telur Ingi Rafn hafa snúið annað hvort að sambýliskonu föður síns eða þeim systkinum, og leitt til þess að bræðurnir rifust kvöldið örlagaríka. Þetta kom fram í máli Inga Rafns í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi andlát föður síns. Valur, föðurbróðir Inga Rafns, var í Héraðsdómi Suðurlands í september dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás þann 31. mars 2018 sem leiddi til dauða Ragnars.Sjá einnig: „Hrottaleg atlaga“ en ósannað að Valur ætlaði að bana bróður sínum Ríkissaksóknari ákvað svo að áfrýja dómnum til Landsréttar. Valur tjáði sig ekki við skýrslutöku málsins í Landsrétti þann 9. apríl síðastliðinn en afstaða hans var sögð koma ákæruvaldinu í opna skjöldu.Fastur í Stafangri þegar hann fékk fréttirnar „Það er svo sem ekki hægt að segja annað en að þetta hafi hreinlega verið djöfullegt,“ sagði Ingi Rafn um líðan fjölskyldunnar síðasta árið. Biðin eftir því að málið yrði tekið fyrir í Landsrétti, og óvissa í kringum það, hafi verið erfið og þá hafi upplifunin jafnframt verið óraunveruleg. „Þegar maður heyrir svona þá býst maður alltaf við því að það sé bara einhver annar sem lendi í svona. Að finna sig staddan í þessum aðstæðum sjálfur, það er bara alveg ótrúlega sérstakt.“Ingi Rafn Ragnarsson.Ingi Rafn var staddur í Noregi við vinnu þegar honum voru fluttar fregnir af andláti föður síns um páskana í fyrra. Hann segir tilfinningarnar hafa verið blendnar í upphafi. „Ég hafði verið kallaður út aukalega og var að fara um borð í skip, var nýkominn til Stavanger um páskahelgina og engin flug til baka og fékk að eyða fyrstu nóttinni á hóteli í Stavanger. Þetta var svo mikið kjaftshögg og maður var svo undrandi. Og í rauninni, áður en við fengum alla málavexti, við vorum alveg jafnreið út í pabba og Val strax í upphafi. Sérstaklega pabba, hvernig honum hafði dottið í hug að fara að rífast við svona þveran mann.“Höfðu aldrei heyrt ýmislegt sem kom fram fyrir dómi Þá hafi erfiðir fundir með lögreglu sett málið í nýtt samhengi en Ingi Rafn sagði skort á upplýsingaflæði til þeirra systkina hafa verið viðvarandi í málinu. Þannig rekur Ingi Rafn málið frá sínum sjónarhóli í pistlinum „Morðið að Gýgjarhóli og sannleikurinn“ sem birtist á vef Stundarinnar í síðustu viku. „Það gekk nú svo langt að það var meira að segja fyrir Héraðsdómi að við vorum að heyra hluti sem okkur hafði ekki verið sagt áður. […] Eins og þetta, þessi staðreynd að atlagan væri það löng að þetta væru tvær árásir,“ sagði Ingi Rafn um málið í Bítinu. Sérstakt umburðarlyndi Inntur eftir því hvernig ímynd hann hafi haft af föðurbróður sínum sagði Ingi Rafn að hann hefði rekið sig á ýmislegt einkennilegt í fari Vals í gegnum tíðina. Samband bræðranna, Ragnars og Vals, hafi þó ekki verið slæmt. „Valur er ofboðslega sérstakur og á það til að vera alveg ofsalega hranalegur í framkomu, eiginlega bara frekar mikið, og það þarf eiginlega ofboðslegt langlundargeð og sérstakt hugarfar til þess að geta umgengist hann. Pabba þótti vænt um hann en alveg frá því ég var krakki hef ég velt því fyrir mér hvaða skoðanir Valur hefur raunverulega haft á pabba.“Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars 2018.Vísir/Magnús HlynurValur hefur borið fyrir sig minnisleysi sökum áfengisneyslu kvöldið örlagaríka í fyrra. Ingi Rafn hafði þó ákveðna hugmynd um það sem þeim bræðrum fór á milli áður en föður hans var ráðinn bani. „Ég veit það að pabbi hafði alveg sérstakt umburðarlyndi fyrir Val og hann reifst aldrei við hann og það eru mjög fáir hlutir sem hefðu getað orðið til þess að pabbi hefði svarað honum til baka. Þó veit ég að hann hefur gert það þessa nótt því það er ástæðan fyrir því að þetta endar svona,“ sagði Ingi Rafn. „Ég er eiginlega handviss um að hann [Valur] hefur haft sterkar skoðanir annað hvort um sambýliskonu föður míns eða okkur systkinin og pabbi hefur hreinlega ekki getað setið undir því og gert sig líklegan til að fara.“ Samband Inga Rafns og systkina hans hefur haldist gott, að sögn Inga Rafns, en sömu sögu er ekki að segja af stórfjölskyldunni. Ingi Rafn steig sjálfur fram í september, þegar dómur féll yfir Val í september síðastliðnum, og sagði þau systkinin hafa þurft að sitja undir áróðursherferð fjölskylduvina. „Það myndaðist ákveðin styrjöld milli náskyldra ættingja og gamalla vina og svoleiðis. Það einhvern veginn, fólk var tilbúið að hunsa fréttafærslur og staðreyndir til að koma Vali til varnar.“Viðtalið við Inga Rafn má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða 26. september 2018 14:30 Krefst þyngri dóms yfir Vali Lýðssyni Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar sjö ára fangelsisdómi sem Valur Lýðsson hlaut fyrir að ráða bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana. 8. október 2018 17:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða 26. september 2018 14:30
Krefst þyngri dóms yfir Vali Lýðssyni Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar sjö ára fangelsisdómi sem Valur Lýðsson hlaut fyrir að ráða bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana. 8. október 2018 17:15