VÍS selur í Kviku fyrir 350 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. apríl 2019 07:30 VÍS er þriðji stærsti hluthafi Kviku banka. Fréttablaðið/Anton Brink Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóður landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabankans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum. Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríflega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingareign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélagsins samþykkti sem kunnugt er síðasta sumar að lækka hlutafé félagsins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríflega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá áramótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bankinn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar afkomu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóður landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabankans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum. Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríflega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingareign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélagsins samþykkti sem kunnugt er síðasta sumar að lækka hlutafé félagsins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríflega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá áramótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bankinn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar afkomu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira