Íslendingar neikvæðir í garð laxeldis í opnum sjókvíum Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 06:30 Deilt hefur verið um umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum og áhrif þess á villta laxastofninn. Mynd/Erlendur Gíslason Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira