Krefst mats á áhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík á heilsu íbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 08:25 Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdarðilanna Stakksbergs ehf. að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík en þó með nokkrum athugasemdum. Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Stofnunin tekur þannig einnig undir mat Embættis landlæknis sem telur lýðheilsumat æskilegt. Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum við tillögu að matsáætlun frá almenningi séu ábendingar frá fólki sem hafi fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. „Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá sé nauðsynlegt að setja fram tillögu að vöktun á áhrifum af starfsemi kísilversins á heilsu á rekstrartíma. Kisilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag utan um hann. Arion var stærsti kröfuhafi United Silicon. Félagið hyggst miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfseminni og selja verksmiðjuna svo.Vinna þurfi að kynningu og samráði Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í skýrslunni þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar. Heilbrigðismál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdarðilanna Stakksbergs ehf. að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík en þó með nokkrum athugasemdum. Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Stofnunin tekur þannig einnig undir mat Embættis landlæknis sem telur lýðheilsumat æskilegt. Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum við tillögu að matsáætlun frá almenningi séu ábendingar frá fólki sem hafi fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. „Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá sé nauðsynlegt að setja fram tillögu að vöktun á áhrifum af starfsemi kísilversins á heilsu á rekstrartíma. Kisilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag utan um hann. Arion var stærsti kröfuhafi United Silicon. Félagið hyggst miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfseminni og selja verksmiðjuna svo.Vinna þurfi að kynningu og samráði Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í skýrslunni þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar.
Heilbrigðismál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36
Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00
Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45