Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2019 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við munna Dýrafjarðarganga í dag. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sjá meira
Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45