1,3 milljarðar í rekstrarafgang hjá Kópavogsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 14:55 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Fréttablaðið/Anton Brink Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar á árinu 2018 nam 1,3 milljörðum króna. Er það betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun þar sem áætlað var að afgangurinn yrði 798 milljónir króna. Í tilkynningu bæjarins vegna ársreiknings hans segir að skuldahlutfall hafi verið 108 prósent í árslok 2018 og haf þannig lækkað úr 133 prósentum frá árslokum 2017. „Afkoma bæjarins er helmingi betri en við höfðum reiknað með sem sýnir enn og aftur hversu sterkur rekstur bæjarins er. Þessi niðurstaða er einkar ánægjuleg í ljósi þess að við lækkuðum fasteignaskatta- og gjöld á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Við erum líka með útsvar undir lögbundnu hámarki og höfum ekki hækkað gjaldskrár í samræmi við kostnaðarhækkanir. Í Kópavogi hafa verið ýmis konar umsvifamiklar framkvæmdir en við höfum ekki tekið nein lán fyrir þeim framkvæmdum. Það eru hins vegar blikur á lofti og engin vafi á því að rekstur sveitarfélaga verður erfiðari í ár en í fyrra. Fall Wow Air og annar fyrirséður samdráttur í ferðaþjónustu hefur áhrif bæði á skatttekjur og velferðarútgjöld. Því er mikilvægt að sýna skynsemi og aðhald í rekstri,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að fjárfest hafi verið fyrir 3,6 milljarða í eigum bæjarins en stærsta einstaka framkvæmdin var bygging nýs íþróttahúss við Vatnsendaskóla sem nýtist bæði skólanum og íþróttafélaginu Gerplu. Þá voru vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2018 30,8 milljarðar. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2018 fyrir framkvæmdum og alls greiddir 3,2 milljarðar í afborganir lána. Kópavogur Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar á árinu 2018 nam 1,3 milljörðum króna. Er það betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun þar sem áætlað var að afgangurinn yrði 798 milljónir króna. Í tilkynningu bæjarins vegna ársreiknings hans segir að skuldahlutfall hafi verið 108 prósent í árslok 2018 og haf þannig lækkað úr 133 prósentum frá árslokum 2017. „Afkoma bæjarins er helmingi betri en við höfðum reiknað með sem sýnir enn og aftur hversu sterkur rekstur bæjarins er. Þessi niðurstaða er einkar ánægjuleg í ljósi þess að við lækkuðum fasteignaskatta- og gjöld á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Við erum líka með útsvar undir lögbundnu hámarki og höfum ekki hækkað gjaldskrár í samræmi við kostnaðarhækkanir. Í Kópavogi hafa verið ýmis konar umsvifamiklar framkvæmdir en við höfum ekki tekið nein lán fyrir þeim framkvæmdum. Það eru hins vegar blikur á lofti og engin vafi á því að rekstur sveitarfélaga verður erfiðari í ár en í fyrra. Fall Wow Air og annar fyrirséður samdráttur í ferðaþjónustu hefur áhrif bæði á skatttekjur og velferðarútgjöld. Því er mikilvægt að sýna skynsemi og aðhald í rekstri,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að fjárfest hafi verið fyrir 3,6 milljarða í eigum bæjarins en stærsta einstaka framkvæmdin var bygging nýs íþróttahúss við Vatnsendaskóla sem nýtist bæði skólanum og íþróttafélaginu Gerplu. Þá voru vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2018 30,8 milljarðar. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2018 fyrir framkvæmdum og alls greiddir 3,2 milljarðar í afborganir lána.
Kópavogur Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira