Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 17:43 Rannsókn Roberts Muellers stóð yfir í 22 mánuði. Vísir/EPA Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, leiddi í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Donalds Trump forseta og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016. Hann fann þó ekki sannanir fyrir því að í samskiptunum hafi falist glæpsamlegt samsæri. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag. Rannsókn Mueller beindist að afskiptum útsendara rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði þeirra við framboð Trump og hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund um skýrsluna í morgun að bandarískum tíma, áður en hún var gerð aðgengileg Bandaríkjaþingi, almenningi og fréttamönnum. Þar lýsti hann því yfir að rannsókn Mueller hefði staðfest að ekkert ólöglegt samráð hefði átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa. Skýrslan sjálf virðist þó ekki eins afdráttarlaus, hvorki um meint samráð framboðsins við Rússa, né um tilraunir forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Þá staðfestir Mueller að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, nokkuð sem Trump forseti hefur verið tregur til að viðurkenna.Ekki nóg að sýna fram á samskipti og viðbrögð Um samráðið segir Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós fjölda tenginga á milli einstaklinga sem tengjast rússnesku ríkisstjórninni og einstaklinga sem tengjast framboði Trump. Þær vísbendingar hafi þó ekki verið nægjanlegar til að byggja ákærur á. Mat Mueller var að ekki hafi verið nóg að sýna fram á að framboð Trump hafi vitað af tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og brugðist við þeim. Bandamenn Trump hefðu þurft að semja um það sérstaklega við Rússana að brjóta lög. „Þó að rannsóknin hafi sýnt fram á að rússneska ríkisstjórnin taldi sig hagnast á að Trump yrði forseti og hafi unnið að því að tryggja þá niðurstöðu og að framboðið bjóst við að græða á stolnum upplýsingum sem voru birtar fyrir tilstilli Rússa í kosningunum, sýndi rannsóknin ekki fram á að félagar í framboði Trump hafi lagt á ráðin eða samhæft sig við rússnesku ríkisstjórnina í afskiptum hennar af kosningunum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Trump hafi persónulega lagt fast að starfsmönnum framboðsins að komast yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda síns, sem Rússar höfðu stolið. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, bar vitni um að Trump hafi ítrekað beðið um póstana á meðan á kosningabaráttunni stóð. Flynn hafi í kjölfarið talað við fjölda fólks til að reyna að komast yfir póstana.Vísir heldur áfram að fjalla um skýrslu Roberts Mueller í dag. Fjallað er um hluta skýrslunnar sem tengist meintum tilraunum Trump forseta til að hindra framganga réttvísinnar hér. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, leiddi í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Donalds Trump forseta og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016. Hann fann þó ekki sannanir fyrir því að í samskiptunum hafi falist glæpsamlegt samsæri. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag. Rannsókn Mueller beindist að afskiptum útsendara rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði þeirra við framboð Trump og hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund um skýrsluna í morgun að bandarískum tíma, áður en hún var gerð aðgengileg Bandaríkjaþingi, almenningi og fréttamönnum. Þar lýsti hann því yfir að rannsókn Mueller hefði staðfest að ekkert ólöglegt samráð hefði átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa. Skýrslan sjálf virðist þó ekki eins afdráttarlaus, hvorki um meint samráð framboðsins við Rússa, né um tilraunir forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Þá staðfestir Mueller að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, nokkuð sem Trump forseti hefur verið tregur til að viðurkenna.Ekki nóg að sýna fram á samskipti og viðbrögð Um samráðið segir Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós fjölda tenginga á milli einstaklinga sem tengjast rússnesku ríkisstjórninni og einstaklinga sem tengjast framboði Trump. Þær vísbendingar hafi þó ekki verið nægjanlegar til að byggja ákærur á. Mat Mueller var að ekki hafi verið nóg að sýna fram á að framboð Trump hafi vitað af tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og brugðist við þeim. Bandamenn Trump hefðu þurft að semja um það sérstaklega við Rússana að brjóta lög. „Þó að rannsóknin hafi sýnt fram á að rússneska ríkisstjórnin taldi sig hagnast á að Trump yrði forseti og hafi unnið að því að tryggja þá niðurstöðu og að framboðið bjóst við að græða á stolnum upplýsingum sem voru birtar fyrir tilstilli Rússa í kosningunum, sýndi rannsóknin ekki fram á að félagar í framboði Trump hafi lagt á ráðin eða samhæft sig við rússnesku ríkisstjórnina í afskiptum hennar af kosningunum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Trump hafi persónulega lagt fast að starfsmönnum framboðsins að komast yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda síns, sem Rússar höfðu stolið. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, bar vitni um að Trump hafi ítrekað beðið um póstana á meðan á kosningabaráttunni stóð. Flynn hafi í kjölfarið talað við fjölda fólks til að reyna að komast yfir póstana.Vísir heldur áfram að fjalla um skýrslu Roberts Mueller í dag. Fjallað er um hluta skýrslunnar sem tengist meintum tilraunum Trump forseta til að hindra framganga réttvísinnar hér.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36