Þögul mótmæli á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:55 Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum. Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum.
Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira