Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 18:00 Donald Trump og eiginkona hans Melania. EPA/ERIK S. LESSER Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Um tíma hætti hann að tala um „reiða Demókrata“ í teymi Mueller og sagði Mueller sjálfan vera mikinn heiðursmann. Það var áður en skýrslan var opinberuð, því nú virðist sem að Trump hafi skipt um skoðun. Trump tísti í dag og þar lýsti hann skýrslunni sem „klikkaðri“. Hann sagði „átján reiða Trump-hatara“ hafa skrifað hana og að þeir hefðu búið til ósönn ummæli um sig. Hann sagði ummæli þessi vera „algjört kjaftæði“. Forsetinn er þar að kvarta yfir ummælum starfsmanna sinna um að hann hafi reynt að stöðva rannsókn Mueller og að starfsmennirnir sjálfir hafi í raun bjargað honum með því að framfylgja ekki skipunum hans.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaÞá kvartaði Trump yfir því að hafa ekki fengið að segja sína sögu. Lögmenn hans reyndu þó eftir fremsta megni, og tókst, að koma í veg fyrir að Trump settist niður með rannsakendum Mueller.Stór ástæða fyrir því að Mueller vildi ekki segja til um hvort réttast væri að ákæra Trump fyrir að reyna að hindra gang réttvísinnar var að hann og rannsakendur hans gátu ekki sagt til um hugarástand Trump og hvað hann hafi viljað fá í gegn með ýmsum skipunum sínum og ummælum sem túlka má sem tilraunir til að hindra gang réttvísinnar. Þeirri spurningu hefði verið mögulegt að svara með því að ræða við Trump sjálfan. Í skýrslu sinni sagði Mueller að skrifleg svör Trump við spurningum sem sendar voru til hans hafi verið ófullnægjandi. Þar hafi Trump ítrekað sagst ekki muna eftir tilteknum atvikum. Það kemur þó fram að sú ákvörðun hafi verið tekin að reyna ekki að þvinga forsetann til viðtals, þar sem málaferli vegna slíkrar þvingunar hefðu tafið rannsóknina um langan tíma. Trump endaði tístin tvö á því að Rússarannsóknin svokallaða hefði verið hafin með ólöglegum hætti og það hefði aldrei átt að gerast. Tístin enduðu í miðri setningu og hann kláraði þau aldrei. Blaðamenn ytra segja hann hafa farið í golf á velli sínum í Flórída.Uppfært 21:00: Trump hefur bætt þriðja tístinu við. Rúmum níu tímum eftir að hann birti síðasta tístið. Í því tísti segir hann rannsóknina hafa sóað tíma og peningum. Hann hótar því einnig að hefja rannsóknir á „sjúkum og hættulegum“ einstaklingum. Þar á hann eflaust við James Comey og aðra sem komu að uppruna Rússarannsóknarinnar. Þá ýjar Trump að því að þessi aðilar sem hann talar um hafi mögulega njósnað um sig eða framið landráð.Statements are made about me by certain people in the Crazy Mueller Report, in itself written by 18 Angry Democrat Trump Haters, which are fabricated & totally untrue. Watch out for people that take so-called “notes,” when the notes never existed until needed. Because I never.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 19, 2019...agreed to testify, it was not necessary for me to respond to statements made in the “Report” about me, some of which are total bullshit & only given to make the other person look good (or me to look bad). This was an Illegally Started Hoax that never should have happened, a... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 19, 2019....big, fat, waste of time, energy and money - $30,000,000 to be exact. It is now finally time to turn the tables and bring justice to some very sick and dangerous people who have committed very serious crimes, perhaps even Spying or Treason. This should never happen again! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 19, 2019Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja Trump vera reiðan þeim starfsmönnum sínum sem töluðu við rannsakendur Mueller og yfir rannsókninni sjálfri. Þá telja þeir að forsetinn mest reiður Don McGahn, fyrrverandi lögmanni Hvíta hússins, en mörg svör hans við spurningum rannsakenda þykja slæm fyrir Trump.Í skýrslu Mueller kemur fram að þó nokkrir starfsmenn Trump hafi skrifað opinber minnisblöð um fundi þeirra og forsetans. Þar á meðal McGahn, John Kelly fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Rob Porter aðstoðarmaður forsetans og K.T. McFarland þjóðaröryggisráðgjafi. Trump virðist sérstaklega reiður yfir því að gefur í skyn að minnisblöð þessi séu skáldskapur. Eitt dæmi þar sem starfsmenn Trump komu honum til bjargar var þegar McGahn neitaði að gefa út yfirlýsingu gegn frétt New York Times um að Trump hefði reynt að reka Mueller. McGahn neitaði á þeim grundvelli að fréttin var ekki röng. Meðal þess sem fram kom í minnisblöðum McGahn var að á einum fundi hans með Trump spurði forsetinn af hverju hann væri að punkta hjá sér það sem verið var að ræða. „Lögmenn taka ekki glósur. Ég hef aldrei verið með lögmann sem gerir það,“ sagði Trump, samkvæmt minnisblöðum McGahn. McGahn svaraði Trump og sagði „alvöru lögmenn“ taka glósur. Þingmenn Demókrataflokksins hafa boðað Mueller á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar fyrir 23. maí. Þar að auki hafa þeir lagt fram stefnur og krefjast þess að fá skýrslu Mueller, án yfirstrikana Dómsmálaráðuneytisins, og öll gögn rannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Um tíma hætti hann að tala um „reiða Demókrata“ í teymi Mueller og sagði Mueller sjálfan vera mikinn heiðursmann. Það var áður en skýrslan var opinberuð, því nú virðist sem að Trump hafi skipt um skoðun. Trump tísti í dag og þar lýsti hann skýrslunni sem „klikkaðri“. Hann sagði „átján reiða Trump-hatara“ hafa skrifað hana og að þeir hefðu búið til ósönn ummæli um sig. Hann sagði ummæli þessi vera „algjört kjaftæði“. Forsetinn er þar að kvarta yfir ummælum starfsmanna sinna um að hann hafi reynt að stöðva rannsókn Mueller og að starfsmennirnir sjálfir hafi í raun bjargað honum með því að framfylgja ekki skipunum hans.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaÞá kvartaði Trump yfir því að hafa ekki fengið að segja sína sögu. Lögmenn hans reyndu þó eftir fremsta megni, og tókst, að koma í veg fyrir að Trump settist niður með rannsakendum Mueller.Stór ástæða fyrir því að Mueller vildi ekki segja til um hvort réttast væri að ákæra Trump fyrir að reyna að hindra gang réttvísinnar var að hann og rannsakendur hans gátu ekki sagt til um hugarástand Trump og hvað hann hafi viljað fá í gegn með ýmsum skipunum sínum og ummælum sem túlka má sem tilraunir til að hindra gang réttvísinnar. Þeirri spurningu hefði verið mögulegt að svara með því að ræða við Trump sjálfan. Í skýrslu sinni sagði Mueller að skrifleg svör Trump við spurningum sem sendar voru til hans hafi verið ófullnægjandi. Þar hafi Trump ítrekað sagst ekki muna eftir tilteknum atvikum. Það kemur þó fram að sú ákvörðun hafi verið tekin að reyna ekki að þvinga forsetann til viðtals, þar sem málaferli vegna slíkrar þvingunar hefðu tafið rannsóknina um langan tíma. Trump endaði tístin tvö á því að Rússarannsóknin svokallaða hefði verið hafin með ólöglegum hætti og það hefði aldrei átt að gerast. Tístin enduðu í miðri setningu og hann kláraði þau aldrei. Blaðamenn ytra segja hann hafa farið í golf á velli sínum í Flórída.Uppfært 21:00: Trump hefur bætt þriðja tístinu við. Rúmum níu tímum eftir að hann birti síðasta tístið. Í því tísti segir hann rannsóknina hafa sóað tíma og peningum. Hann hótar því einnig að hefja rannsóknir á „sjúkum og hættulegum“ einstaklingum. Þar á hann eflaust við James Comey og aðra sem komu að uppruna Rússarannsóknarinnar. Þá ýjar Trump að því að þessi aðilar sem hann talar um hafi mögulega njósnað um sig eða framið landráð.Statements are made about me by certain people in the Crazy Mueller Report, in itself written by 18 Angry Democrat Trump Haters, which are fabricated & totally untrue. Watch out for people that take so-called “notes,” when the notes never existed until needed. Because I never.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 19, 2019...agreed to testify, it was not necessary for me to respond to statements made in the “Report” about me, some of which are total bullshit & only given to make the other person look good (or me to look bad). This was an Illegally Started Hoax that never should have happened, a... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 19, 2019....big, fat, waste of time, energy and money - $30,000,000 to be exact. It is now finally time to turn the tables and bring justice to some very sick and dangerous people who have committed very serious crimes, perhaps even Spying or Treason. This should never happen again! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 19, 2019Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja Trump vera reiðan þeim starfsmönnum sínum sem töluðu við rannsakendur Mueller og yfir rannsókninni sjálfri. Þá telja þeir að forsetinn mest reiður Don McGahn, fyrrverandi lögmanni Hvíta hússins, en mörg svör hans við spurningum rannsakenda þykja slæm fyrir Trump.Í skýrslu Mueller kemur fram að þó nokkrir starfsmenn Trump hafi skrifað opinber minnisblöð um fundi þeirra og forsetans. Þar á meðal McGahn, John Kelly fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Rob Porter aðstoðarmaður forsetans og K.T. McFarland þjóðaröryggisráðgjafi. Trump virðist sérstaklega reiður yfir því að gefur í skyn að minnisblöð þessi séu skáldskapur. Eitt dæmi þar sem starfsmenn Trump komu honum til bjargar var þegar McGahn neitaði að gefa út yfirlýsingu gegn frétt New York Times um að Trump hefði reynt að reka Mueller. McGahn neitaði á þeim grundvelli að fréttin var ekki röng. Meðal þess sem fram kom í minnisblöðum McGahn var að á einum fundi hans með Trump spurði forsetinn af hverju hann væri að punkta hjá sér það sem verið var að ræða. „Lögmenn taka ekki glósur. Ég hef aldrei verið með lögmann sem gerir það,“ sagði Trump, samkvæmt minnisblöðum McGahn. McGahn svaraði Trump og sagði „alvöru lögmenn“ taka glósur. Þingmenn Demókrataflokksins hafa boðað Mueller á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar fyrir 23. maí. Þar að auki hafa þeir lagt fram stefnur og krefjast þess að fá skýrslu Mueller, án yfirstrikana Dómsmálaráðuneytisins, og öll gögn rannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15
Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43