Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 23:53 Nancy Pelosi og Chuck Schumer. Getty/Zach Gibson Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43