Til hamingju, FKA og stjórnvöld! Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. apríl 2019 08:00 Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli. Allt hófst þetta árið 1997 þegar þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, skipaði starfshóp til að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir kvenna í atvinnurekstri. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum árið 1999 þar sem mælt var með aðgerðum. Horft var til Kanada og Bandaríkjanna sem fyrirmynda. Úr varð að viðskiptaráðuneytið stóð fyrir stofnfundi félagsins 9. apríl árið 1999, í samvinnu við konur í atvinnurekstri. Í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu sagði: „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.“ Fyrstu árin var viðskiptaráðuneytið fjárhagslegur bakhjarl FKA og kostaði til stöðugildi starfsmanns hjá Impru til að sjá um rekstur skrifstofu, s.s. innheimtu félagsgjalda, útgáfu fréttabréfa og fleira. Árið 2005 var félagið opnað fyrir fleiri aðildarkonum og í kjölfarið var nafninu breytt í Félag kvenna í atvinnulífinu í stað „atvinnurekstri“. Þetta þýðir að FKA-konur í dag eru stjórnendur í fyrirtækjum eða stjórnarkonur, án þess að þurfa að vera eigendur. Þótt konum hafi fjölgað, umsvif aukist og verkefnin orðið stærri hefur FKA aldrei hnikað frá þeim tilgangi sínum að vera tengslanet sem stöðugt vinnur að því að efla samvinnu og samstöðu kvenna. Þess vegna hvetjum við sem flestar leiðtogakonur til að skrá sig á viðburðinn í Hörpu næstkomandi föstudag. Saman stöndum við, saman fögnum við. Ég hvet konur í atvinnulífinu og stjórnmálum til að mæta og fagna því samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda sem hófst fyrir 20 árum. Eflum tengslanetið og sjáumst í Hörpu.Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli. Allt hófst þetta árið 1997 þegar þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, skipaði starfshóp til að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir kvenna í atvinnurekstri. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum árið 1999 þar sem mælt var með aðgerðum. Horft var til Kanada og Bandaríkjanna sem fyrirmynda. Úr varð að viðskiptaráðuneytið stóð fyrir stofnfundi félagsins 9. apríl árið 1999, í samvinnu við konur í atvinnurekstri. Í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu sagði: „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.“ Fyrstu árin var viðskiptaráðuneytið fjárhagslegur bakhjarl FKA og kostaði til stöðugildi starfsmanns hjá Impru til að sjá um rekstur skrifstofu, s.s. innheimtu félagsgjalda, útgáfu fréttabréfa og fleira. Árið 2005 var félagið opnað fyrir fleiri aðildarkonum og í kjölfarið var nafninu breytt í Félag kvenna í atvinnulífinu í stað „atvinnurekstri“. Þetta þýðir að FKA-konur í dag eru stjórnendur í fyrirtækjum eða stjórnarkonur, án þess að þurfa að vera eigendur. Þótt konum hafi fjölgað, umsvif aukist og verkefnin orðið stærri hefur FKA aldrei hnikað frá þeim tilgangi sínum að vera tengslanet sem stöðugt vinnur að því að efla samvinnu og samstöðu kvenna. Þess vegna hvetjum við sem flestar leiðtogakonur til að skrá sig á viðburðinn í Hörpu næstkomandi föstudag. Saman stöndum við, saman fögnum við. Ég hvet konur í atvinnulífinu og stjórnmálum til að mæta og fagna því samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda sem hófst fyrir 20 árum. Eflum tengslanetið og sjáumst í Hörpu.Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar