Ræður þessu Hörður Ægisson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun