Segir sumarið geta orðið erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 1. apríl 2019 21:08 Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir stöðuna í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin tvö töpuðu hátt í þrjátíu milljörðum króna í fyrra á sama tíma og aldrei hafði verið ódýrara fyrir íslenska neytendur að fljúga yfir Atlantshafið. Ritstjóri ferðavefsins Túrista sagði í Reykjavík síðdegis að augljóst sé að flugsæti hafi verið seld á undirverði hér á landi og útséð að fargjöld muni hækka í náinni framtíð. Þáttastjórnendur ræddu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra í þættinum í dag þar sem hann var spurður hvort erlend flugfélög væru að reyna að fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig eftir að hafa orðið gjaldþrota. Kristján sagði sumaráætlun flugfélaga hafa tekið gildi í gær og ekki væru teikn á lofti um að erlend flugfélög ætluðu sér að bæta í fyrir sumarið, en það yrði vonandi á komandi vetri. Hafði Kristján rætt við forsvarsmenn Lufthansa sem sögðu honum að Ísland væri mikilvægur markaður fyrir flugfélagið en að svo komnu yrði ferðum ekki bætt við til landsins. Sagði Kristján að sumarið gæti orðið erfitt fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þar sem ekki tækist að fylla þetta skarð að fullu. Hollenska flugfélagið Transavia tilkynnti í dag að það myndi hefja áætlunarferðir á milli Amsterdam og Keflavíkur 5. júlí næstkomandi eftir að hafa átt í viðræðum við Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi. Kristján benti á að WOW air hefði fyrir gjaldþrotið verið búið að minnka umsvif sín talsvert og því var útséð að höggið yrði eitthvað. Hann bætti við stór hluti þeirra farþega sem WOW flutti til landsins hefðu verið svokallaðir tengifarþegar sem stoppuðu eingöngu á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu leið sinni áfram yfir hafið. Sagði hann þessa farþega um 60 prósent af öllum farþegum WOW og því hefðu þeir engin áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.60 prósent farþega WOW air voru svokallaðir tengifarþegar og mun brotthvarf þeirra því ekki hafa teljandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/VilhelmIcelandair tilkynnti í dag að það hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Unnið er að því að fá þriðju vélina í kjölfar kyrrsetningar á MAX-flugvélum sem félagið þurfti að kyrrsetja vegna galla í flugstjórnarkerfi vélanna sem er talinn hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Kristján sagði að það skipti Icelandair mun meira máli að fylla upp í skarðið hér landi en erlendu flugfélögin. Hann benti á að tap Icelandair hefði numið 7 milljörðum í fyrra og tap WOW air 22 milljörðum, sem gerði þrjátíu milljarða samtals. Augljóst væri að flugfélögin hefðu þar með greitt með farþegum sem þau fluttu og því útséð að hækka þurfi fargjaldið. Sagði hann að WOW air hefði verið með áætlanir um að flytja þrjár milljónir farþega, ef miðaverðið hækkaði um þúsund krónur væru það þrír milljarðar aukalega. Hækkunin þyrfti því ekki að vera svo mikil. Hann sagði það enga launung að WOW air hefði staðið undir þessum miklu flutningum á Íslendingum til Tenerife undanfarin ár. Það var flugleið sem haldið var úti fyrir íslenska neytendur og nú gæti orðið samdráttur þar á. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis WOW Air Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Íslensku flugfélögin tvö töpuðu hátt í þrjátíu milljörðum króna í fyrra á sama tíma og aldrei hafði verið ódýrara fyrir íslenska neytendur að fljúga yfir Atlantshafið. Ritstjóri ferðavefsins Túrista sagði í Reykjavík síðdegis að augljóst sé að flugsæti hafi verið seld á undirverði hér á landi og útséð að fargjöld muni hækka í náinni framtíð. Þáttastjórnendur ræddu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra í þættinum í dag þar sem hann var spurður hvort erlend flugfélög væru að reyna að fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig eftir að hafa orðið gjaldþrota. Kristján sagði sumaráætlun flugfélaga hafa tekið gildi í gær og ekki væru teikn á lofti um að erlend flugfélög ætluðu sér að bæta í fyrir sumarið, en það yrði vonandi á komandi vetri. Hafði Kristján rætt við forsvarsmenn Lufthansa sem sögðu honum að Ísland væri mikilvægur markaður fyrir flugfélagið en að svo komnu yrði ferðum ekki bætt við til landsins. Sagði Kristján að sumarið gæti orðið erfitt fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þar sem ekki tækist að fylla þetta skarð að fullu. Hollenska flugfélagið Transavia tilkynnti í dag að það myndi hefja áætlunarferðir á milli Amsterdam og Keflavíkur 5. júlí næstkomandi eftir að hafa átt í viðræðum við Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi. Kristján benti á að WOW air hefði fyrir gjaldþrotið verið búið að minnka umsvif sín talsvert og því var útséð að höggið yrði eitthvað. Hann bætti við stór hluti þeirra farþega sem WOW flutti til landsins hefðu verið svokallaðir tengifarþegar sem stoppuðu eingöngu á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu leið sinni áfram yfir hafið. Sagði hann þessa farþega um 60 prósent af öllum farþegum WOW og því hefðu þeir engin áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.60 prósent farþega WOW air voru svokallaðir tengifarþegar og mun brotthvarf þeirra því ekki hafa teljandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/VilhelmIcelandair tilkynnti í dag að það hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Unnið er að því að fá þriðju vélina í kjölfar kyrrsetningar á MAX-flugvélum sem félagið þurfti að kyrrsetja vegna galla í flugstjórnarkerfi vélanna sem er talinn hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Kristján sagði að það skipti Icelandair mun meira máli að fylla upp í skarðið hér landi en erlendu flugfélögin. Hann benti á að tap Icelandair hefði numið 7 milljörðum í fyrra og tap WOW air 22 milljörðum, sem gerði þrjátíu milljarða samtals. Augljóst væri að flugfélögin hefðu þar með greitt með farþegum sem þau fluttu og því útséð að hækka þurfi fargjaldið. Sagði hann að WOW air hefði verið með áætlanir um að flytja þrjár milljónir farþega, ef miðaverðið hækkaði um þúsund krónur væru það þrír milljarðar aukalega. Hækkunin þyrfti því ekki að vera svo mikil. Hann sagði það enga launung að WOW air hefði staðið undir þessum miklu flutningum á Íslendingum til Tenerife undanfarin ár. Það var flugleið sem haldið var úti fyrir íslenska neytendur og nú gæti orðið samdráttur þar á.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis WOW Air Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira