Handbolti

Seinni bylgjan: Valur er með langbesta liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sálfræðistríðið er hafið hjá Stefáni Arnarsyni.
Sálfræðistríðið er hafið hjá Stefáni Arnarsyni.
Næstsíðasta umferðin í Olís-deild kvenna var í brennidepli í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær.

Valur er orðinn deildarmeistari og það er því ekki spenna fyrir leik kvöldsins gegn Frömurum sem eru í öðru sæti deildarinnar og verða þar. Sá leikur getur þó gefið tóninn fyrir úrslitakeppnina.

Fram vann flottan sigur á Haukum í síðustu umferð á meðan Valur valtaði yfir HK. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sagði eftir leikinn að Valur væri með langbesta liðið í deildinni.

Leik Vals og Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.

Hér að neðan má sjá umfjöllunina um Olís-deild kvenna í þætti gærdagsins.



Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um næstsíðustu umferð Olís-deildar kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×