Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. apríl 2019 08:30 Kean fagnar marki sínu í gær. vísir/getty Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. Er hann fagnaði markinu þá lyfti hann upp höndunum eins og hann væri að spyrja af hverju fólkið væri að haga sér. Þá fékk hann yfir sig enn meiri skít. „Þetta er besta leiðin til þess að svara fyrir sig,“ skrifaði Kean á Instagram eftir leikinn. Eins einkennilegt og það er þá skammaði þjálfari Juventus, Massimiliano Allegri, strákinn fyrir svara svona og ögra níðingunum í stúkunni. „Hann hefði ekki átt að fagna svona. Hann er ungur og þarf að læra. Auðvitað eiga samt ákveðnir hlutir ekki að heyrast úr stúkunni,“ sagði Allegri sem fannst fagnið greinilega alvarlegra en níðið. Hann bætti þó um betur í viðtali síðar og sagði þessa áhorfendur vera hálfvita sem skemmdu fyrir öllum honum. Svo lét hann knattspyrnusambandið heyra það fyrir að hafa ekki kjark til þess að taka á svona málum í ítalska boltanum. „Við þurfum að nota myndavélarnar og refsa þessu fólki. Þá er ég ekki bara að tala um eins eða tveggja ára bann. Ég er að tala um lífstíðarbann,“ sagði Allegri. Liðsfélagi Kean, Blaise Matuidi, brjálaðist er kynþáttaníðið byrjaði enda lent í slíku áður á sama velli. Hann kvartaði í dómaranum og hótaði að labba af velli. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Sjá meira
Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. Er hann fagnaði markinu þá lyfti hann upp höndunum eins og hann væri að spyrja af hverju fólkið væri að haga sér. Þá fékk hann yfir sig enn meiri skít. „Þetta er besta leiðin til þess að svara fyrir sig,“ skrifaði Kean á Instagram eftir leikinn. Eins einkennilegt og það er þá skammaði þjálfari Juventus, Massimiliano Allegri, strákinn fyrir svara svona og ögra níðingunum í stúkunni. „Hann hefði ekki átt að fagna svona. Hann er ungur og þarf að læra. Auðvitað eiga samt ákveðnir hlutir ekki að heyrast úr stúkunni,“ sagði Allegri sem fannst fagnið greinilega alvarlegra en níðið. Hann bætti þó um betur í viðtali síðar og sagði þessa áhorfendur vera hálfvita sem skemmdu fyrir öllum honum. Svo lét hann knattspyrnusambandið heyra það fyrir að hafa ekki kjark til þess að taka á svona málum í ítalska boltanum. „Við þurfum að nota myndavélarnar og refsa þessu fólki. Þá er ég ekki bara að tala um eins eða tveggja ára bann. Ég er að tala um lífstíðarbann,“ sagði Allegri. Liðsfélagi Kean, Blaise Matuidi, brjálaðist er kynþáttaníðið byrjaði enda lent í slíku áður á sama velli. Hann kvartaði í dómaranum og hótaði að labba af velli.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Sjá meira