Níu prósentin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar