Farþegar WOW air yngri, dvöldu skemur og eyddu minna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 11:26 Ferðamenn sjást hér lenda á Keflavíkurflugvelli með flugi WOW air í sumar. Vísir/vilhelm Samsetning WOW air ferðamanna eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga samkvæmt greiningu Ferðamálastofu á könnum meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd var á síðasta ári.Ferðamálastofa hefur birt lykilniðurstöður úr könnunni á vef stofnunarinnar. Ráðist var í greininguna vegna gjaldþrots WOW air til þess að fá mynd af ferðamynstri þeirra farþega sem komu með félaginu til landsins á síðasta ári. Í greiningunni kemur fram að hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum, ferðamenn sem komu með WOW air dvöldu skemur en aðrir ferðamenn. Þá nýttu þeir sér íbúðagistingu á borð við AirBnb í meira mæli en aðrir ferðamenn. Auk þess voru meðalútgjöld ferðamanna WOW air lægri en ferðamanna Icelandair en álíka há og þeirra sem ferðuðust með öðrum flugfélögum. Ferðamenn sem komu til landsins með WOW air dvöldu að jafnaði sex nætur hér á landi á síðasta ári en meðaldvalarlengd ferðamanna á sama tíma var 6,3 nætur. Ferðamenn Icelandair dvöldu hér á landi í 6,4 nætur og farþegar annarra flugfélag 6,5 nætur.Mynd/Ferðamálastofa.Þá kemur fram að farþegar WOW air hafi skorið sig töluvert úr þegar kom að tegund gistingar. Um 38 prósent farþega WOW air gistu á hótelum, marktækt lægra hlutfall en hjá Icelandair-farþegum og þeim sem ferðuðust með öðrum flugfélögum, 47 prósent annars vegar og 42 prósent hins vegar. Fimmtungur ferðamanna WOW air gisti íbúðagistingu sem var marktækt hærra hlutfall en hjá ferðamönnum Icelandair (17 prósent) og annarra flugfélaga (15 prósent).Mynd/Ferðamálastofa60 prósent farþega WOW air var yngri en 34 ára en aðeins 46 prósent farþega Icelandair voru á sama aldursbili. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir útgjöldum ferðamanna hér á landi og eftir því með hvaða flugfélagi var ferðast kemur í ljós að meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru lægri en Icelandair ferðamanna og þeirra sem komu með öðrum flugfélögum. Meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru 189.600 árið 2018, 222.400 að sumri og 151.700 að vetri en sömu tölur hjá Icelandair voru 233.937 árið 2018, 206.756 að sumri og 256.765 að sumri. Þá eyddu farþegar WOW air að meðaltali marktækt minna en ferðamenn Icelandair á kaffihúsum og veitingastöðum. Ekki var hins vegar marktækur munir á meðalútgjöldum ferðamanna í gistingu.Greiningu Ferðamálastofu má nálgast hér.Mynd/Ferðamálastofa. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Samsetning WOW air ferðamanna eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga samkvæmt greiningu Ferðamálastofu á könnum meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd var á síðasta ári.Ferðamálastofa hefur birt lykilniðurstöður úr könnunni á vef stofnunarinnar. Ráðist var í greininguna vegna gjaldþrots WOW air til þess að fá mynd af ferðamynstri þeirra farþega sem komu með félaginu til landsins á síðasta ári. Í greiningunni kemur fram að hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum, ferðamenn sem komu með WOW air dvöldu skemur en aðrir ferðamenn. Þá nýttu þeir sér íbúðagistingu á borð við AirBnb í meira mæli en aðrir ferðamenn. Auk þess voru meðalútgjöld ferðamanna WOW air lægri en ferðamanna Icelandair en álíka há og þeirra sem ferðuðust með öðrum flugfélögum. Ferðamenn sem komu til landsins með WOW air dvöldu að jafnaði sex nætur hér á landi á síðasta ári en meðaldvalarlengd ferðamanna á sama tíma var 6,3 nætur. Ferðamenn Icelandair dvöldu hér á landi í 6,4 nætur og farþegar annarra flugfélag 6,5 nætur.Mynd/Ferðamálastofa.Þá kemur fram að farþegar WOW air hafi skorið sig töluvert úr þegar kom að tegund gistingar. Um 38 prósent farþega WOW air gistu á hótelum, marktækt lægra hlutfall en hjá Icelandair-farþegum og þeim sem ferðuðust með öðrum flugfélögum, 47 prósent annars vegar og 42 prósent hins vegar. Fimmtungur ferðamanna WOW air gisti íbúðagistingu sem var marktækt hærra hlutfall en hjá ferðamönnum Icelandair (17 prósent) og annarra flugfélaga (15 prósent).Mynd/Ferðamálastofa60 prósent farþega WOW air var yngri en 34 ára en aðeins 46 prósent farþega Icelandair voru á sama aldursbili. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir útgjöldum ferðamanna hér á landi og eftir því með hvaða flugfélagi var ferðast kemur í ljós að meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru lægri en Icelandair ferðamanna og þeirra sem komu með öðrum flugfélögum. Meðalútgjöld WOW air ferðamanna voru 189.600 árið 2018, 222.400 að sumri og 151.700 að vetri en sömu tölur hjá Icelandair voru 233.937 árið 2018, 206.756 að sumri og 256.765 að sumri. Þá eyddu farþegar WOW air að meðaltali marktækt minna en ferðamenn Icelandair á kaffihúsum og veitingastöðum. Ekki var hins vegar marktækur munir á meðalútgjöldum ferðamanna í gistingu.Greiningu Ferðamálastofu má nálgast hér.Mynd/Ferðamálastofa.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00
Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15