Höfðu nær samstundis samband við Isavia eftir fall WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 13:15 Hollenska flugfélagið Transavia hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Amsterdam. Ætlun félagsins er að fjölga ferðum þegar fram líða stundir. Getty/ Nicolas Economou Flugfélögin tvö sem boðað hafa tíðari komur til landsins, Wizz Air og Transavia, virðast hafa brugðist hratt við falli WOW air. Bæði félögin tilkynntu fyrr í þessari viku að þau ætli sér að „stökkva inn í gatið sem WOW skildi eftir sig.“ Wizz Air mun fljúga daglega til Lundúna og Transavia hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Schiphol-flugvallar í Amsterdam. Transavia hefur að sama skapi gefið út að stefna flugfélagsins sé að fjölga ferðum milli Íslands og umheimsins þegar fram líður, en félagið gerir ráð fyrir að flytja um 28 þúsund farþega milli Hollands og Íslands í sumar. Eftir að WOW tilkynnti um rekstrarstöðvun á fimmtudaginn fyrir sléttri viku biðu flugfélögin ekki boðanna, ef marka má ummæli talsmanna þeirra. Claudia Metz, upplýsingafulltrúi hins hollenska Transavia, segir í samskiptum við Vísi að flugfélagið hafi þannig sett sig í samband við Keflavíkurflugvöll strax í síðustu viku, þegar ljóst var að WOW air hafði lagt upp laupana.Sjá einnig: Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Aðspurð um hvort Transavia hafi fylgst náið með rekstrarvandræðum WOW air síðustu mánuði svarar Metz á almennum nótum. „Sem flugfélag fylgjumst við ætíð með þróuninni á flugmarkaði, af þeim sökum höfum við ætíð auga með öðrum flugfélögum,“ segir Metz. Andras Rado, blaðafulltrúi ungverska flugfélagsins Wizz Air, segir það sama hafa verið uppi á teningnum hjá þeim. Brugðist hafi verið hratt við falli WOW Air og flugferðum Wizz frá Lundúnum og Varsjá til Keflavíkur fjölgað. Þá standi til að Wizz hefji beint áætlunarflug til Kraká í Póllandi í sumarlok. „Ein af ástæðum velgegni okkar er hversu hratt við getum brugðist við breytingum á markaðnum. Við fórum því í gang um leið og WOW air varð gjaldþrota,” segir Rado í samskiptum við Túrista.Þrátt fyrir að flugfélög virðist ekki þurfa langan umhugsunarfrest til að stökkva á tækifæri, eins og þau sem mynduðust við fall WOW air, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekkert fleira í þeim efnum sé í hendi. Isavia muni þó halda áfram að sækja ráðstefnur þar sem rætt er við áhugasöm flugfélög. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. 1. apríl 2019 19:00 Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Flugfélögin tvö sem boðað hafa tíðari komur til landsins, Wizz Air og Transavia, virðast hafa brugðist hratt við falli WOW air. Bæði félögin tilkynntu fyrr í þessari viku að þau ætli sér að „stökkva inn í gatið sem WOW skildi eftir sig.“ Wizz Air mun fljúga daglega til Lundúna og Transavia hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Schiphol-flugvallar í Amsterdam. Transavia hefur að sama skapi gefið út að stefna flugfélagsins sé að fjölga ferðum milli Íslands og umheimsins þegar fram líður, en félagið gerir ráð fyrir að flytja um 28 þúsund farþega milli Hollands og Íslands í sumar. Eftir að WOW tilkynnti um rekstrarstöðvun á fimmtudaginn fyrir sléttri viku biðu flugfélögin ekki boðanna, ef marka má ummæli talsmanna þeirra. Claudia Metz, upplýsingafulltrúi hins hollenska Transavia, segir í samskiptum við Vísi að flugfélagið hafi þannig sett sig í samband við Keflavíkurflugvöll strax í síðustu viku, þegar ljóst var að WOW air hafði lagt upp laupana.Sjá einnig: Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Aðspurð um hvort Transavia hafi fylgst náið með rekstrarvandræðum WOW air síðustu mánuði svarar Metz á almennum nótum. „Sem flugfélag fylgjumst við ætíð með þróuninni á flugmarkaði, af þeim sökum höfum við ætíð auga með öðrum flugfélögum,“ segir Metz. Andras Rado, blaðafulltrúi ungverska flugfélagsins Wizz Air, segir það sama hafa verið uppi á teningnum hjá þeim. Brugðist hafi verið hratt við falli WOW Air og flugferðum Wizz frá Lundúnum og Varsjá til Keflavíkur fjölgað. Þá standi til að Wizz hefji beint áætlunarflug til Kraká í Póllandi í sumarlok. „Ein af ástæðum velgegni okkar er hversu hratt við getum brugðist við breytingum á markaðnum. Við fórum því í gang um leið og WOW air varð gjaldþrota,” segir Rado í samskiptum við Túrista.Þrátt fyrir að flugfélög virðist ekki þurfa langan umhugsunarfrest til að stökkva á tækifæri, eins og þau sem mynduðust við fall WOW air, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekkert fleira í þeim efnum sé í hendi. Isavia muni þó halda áfram að sækja ráðstefnur þar sem rætt er við áhugasöm flugfélög.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. 1. apríl 2019 19:00 Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26 Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. 1. apríl 2019 19:00
Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Ráðherra ferðamála segir ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri. 4. apríl 2019 10:26
Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43