Hæðast að ummælum Trump um vindtúrbínur og krabbamein Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 15:45 Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Vísir/Getty Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019 Donald Trump Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019
Donald Trump Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira