Tæp 24 prósent ungmenna á aldrinum 18 til 22 ára með íslenskan bakgrunn hafa útskrifast úr skóla á framhaldsskólastigi. Hlutfallið er töluvert lægra sé litið til innflytjenda en aðeins átta prósent þeirra hafa útskrifast á sama skólastigi.
Hagstofan hefur í fyrsta sinn birt upplýsingar um brautskráningar nemenda eftir bakgrunni þeirra. Hlutfall brautskráðra ungmenna er einnig lægra meðal þeirra sem fæddir eru erlendis og annað foreldrið er erlent eða 16,5 prósent.
Í þessu teljast þeir einstaklingar til innflytjenda sem eru fæddir erlendis og eiga báða foreldra af erlendum uppruna. Einnig skiptinemar, sem koma til styttri dvalar á Íslandi.
Ljúka síður framhaldsskóla
Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
