Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 16:45 Kean fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu beitt hann kynþáttaníði. vísir/getty Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjá meira
Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjá meira
Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30
Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00
Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00