Fyrsta plata hans, Spaces, kom út hjá jaðarútgáfunni FALK síðasta haust.
Lítið er um tónleikahald hjá Hallmari á næstunni en hann segir næstu tónleika sína vera á svokölluðu ættarmóti pönkara, Norðanpaunki, um verslunarmannahelgina.
Rætur Hallmars eru einmitt í pönkinu en hann hóf tónlistarferil sinn sem eins konar óhljóðamaskína í sveitinni Distill the World.
Lagalistinn er svolítið út um allar trissur að sögn Hallmars en það ætti ekki að koma að sök.